Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 64

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 64
Jakobssyni. Hann segir t.d., þegar hann er að hæla smásögum mínum, að þær gerist í Firðinum. Eg býst við, að hann eigi þar við Hafnarfjörð af því að ég er alinn þar upp. Nú er það hvergi sagt í sögunum, og hvergi hef ég látið að því liggja, að þessar sögur gerðust í Firðinum fremur en í ein- hverjum öðrum firði. Sögurnar um snjéfhúsið og kaðalspottann gætu hafa gerzt hvar, sem er. En í Firðinum skyldu þær gerast, því að þaðan er höfundurinn. Ég skal fúslega játa, að ég „þekki“ persónur sagnanna vel, en þær aru eigi að síður „upplognar", þótt ritdómari finni þeim stað, af því að hann getur í eigin huga tengt þær höfundi. Ég „þekki“ þær samt ekk- ert betur en ég „þekki“ persónur Sumarauka. Munurinn á viðhorfi rit- ciómara er aðeins sá, að í fyrra til- fellinu finnst honum sennilegt, að höf- undur sé að skrifa um staðreyndir, enda hókin skrifuð í fyrstu persónu!, en í seinna tilfellinu fær það ekki samræmzt skoðun og hugsunarhætti hans sjálfs. Hann reynir ekki að skilja, af því að hann vill ekki skilja. Þetta væri kannski fyrirgefanlegt, ef rithöf- undur ætti ekki hlut að máli, en óneitanlega finnst manni eðlilegt að gera meiri kröfur í þessum efnum til þeirra, sem sjálfir semja skáldrit. Á sínum tíma las ég síðustu skáld- sögu Jökuls Jakobssonar, Dyr standa opnar. Ég hafði gaman af bókinni, þótt mér væri vel ljóst, að persónur, meira að segja aðalpersónan, væru „upplognar“ og sagan að miklu leyti „út í bláinn“. Hún er tilraun til að færa erlendan nýtízku flökkubók- menntakeim inn á íslenzkt svið, og ég fagnaði tilrauninni. Sá abstrakttónn, sem höfundur nær, er þess virði, að bókin sé lesin, en hún skírskotar samt ekki beinlínis til þeirra tíma, sem við lifum á, svo notuð séu orð ritdómara. Svipað má segja um leikrit Jökuls, Hart í bak. Strandkafteinninn er ótta- lega „upploginn“, ef við mælum á kvarða músarholusjónarmiðsins. Sama má segja um sumar aðrar persónur. Leikritið skírskotar heldur ekki sér- staklega til þeirra tíma, sem við lif- um á, frekar en til einhverra annarra tíma — eða jafnvel til bóka. Meira að segja unglingarnir í leikritinu eru hættulega líkir mínum unglingum, og ég gæti efalaust sagt um þá eitthvað svipað og Jökull segir um mína, ef ég væri i þeim ham. Ekki neita ég því samt, að ég fagna leikriti Jökuls og sá það með ánægju. Ég las skáldsögu Guðbergs Bergs- sonar, Músin sem læðist, mér til gleði, þótt ýmislegt megi að henni finna. Hún skírskotar ekki sérlega til nútímans, svo orðalag Jökuls sé enn notað, en hún er virðingarverð og að mörgu leyti vel heppnuð viðleitni til alvarlegrar skáldsagnagerðar. Sama mundi ég segja um Maríumynd Guð- mundar Steinssonar, þó að hann eigi hægara um vik. Það er auðveldara að skrifa skáldsögu, sem gerist erlendis; það hef ég sjálfur reynt. Sannleikurinn er sá, Baldvin minn góður, að við verðum að lofa mönnum að spila svolítið djarft í nútímaskáld- sagnagerð á íslandi. Við verðum að hrista upp í fólkinu og láta það venj- ast ýmsu. Þorpssagan gamla má ekki 60 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.