Félagsbréf - 01.12.1963, Side 65
ríða öllu á slig til eilífðar. Losum um
hnútana og fordæmum ekki tilraunir.
Þá hlýtur íslenzk nútímaskáldsaga að
rísa. Músarholusjónarmiðið má ekki
ríkja lengur í þessum efnum.
Mér er nær að halda, að við, sem
höfum lifað tvenna tímana, skiljum
þetta betur og séum fordómalausari
en þeir ungu menn, sem mest skrifa
um bækur hér á landi, og enn hafa
ekki lifað nema eitt tímaskeið. Kredda
og einstefnuakstur gefur þeim vissan
styrk, en heldur þú, að sá styrkur sé
jákvæður? Mér hefur oft virzt, þegar
ég les ritsmíðar þessara manna um
bækur, að þá skorti skilning á upp-
runa og lífsviðhorfi þeirra höfunda,
sem þeir skrifa um, og þar af leiðandi
heildarskyn og glöggvun á jarðvegi
og haksviði bókanna. Þeir hafa ekki
fyllilega jörð til að standa á. Því
verða ritsmíðar þeirra oft innantómur
belgingur í stað gagnrýni. Að minnsta
kosti er langur vegur frá, að gagn-
rýni þeirra sé bókmenntir, en það á
gagnrýni að vera öðrum þræði, ef rétt
er á haldið.
Jæja, Baldvin, nú er þetta tilskrif
víst orðið of langt. Þú kastar því þá
bara í ruslakörfuna, ef þér finnst það
ekki birtingarhæft. Mig furðar enn á
því, að Jökull Jakobsson skyldi „fýra
af fallstykkjunum“ á svo andvana
fædda skepnu sem hann telur Sumar-
auka vera. Oft þegar ég les svona rit-
smíðar, verður mér á að spyrja eins
og karlinn: „Skyldu þeir fá borgað
fyrir þetta?“
Með kærri kveðju,
þinn einlægur
Stefán Júlíusson.
FÉLAGSBRÉF 61