Félagsbréf - 01.12.1963, Qupperneq 68

Félagsbréf - 01.12.1963, Qupperneq 68
upprunalegt heimkynni kvæðanna og aldur þeirra, eftir atvikuni afstæðan eða fastákveðinn, ræðir höfundur rök- víslega og málafylgjulaust. Þess verð- ur aldrei vart, að honum hlaupi kapp í kinn, þó að hann ræði kenningar, sem hann getur ekki fallizt á. Ýmis atriði, er virðast kunna smávægileg við fyrstu sýn, geta oft brugðið ljósi yfir mikilvæg efni. Þess vegna þarf oft að víkja að svo mörgu í stuttu máli. 1 slíkum köflum eru einnig tíð- ari en ella tilvitnanir til fjölmargra rita og ritgerða annarra vísinda- manna. Mér liggur við að segja, að þar eigi stundum við höfundinn sjálf- an sá heiðríki og næstum því kald- lyndi allsgái, er liann eignar víking- unum (bls. 10). í þessum greinum birtist ekki aðeins mikill lærdómur, heldur og nákvæm rýni og gaum- gæfni þess manns, er áratugum sam- an hefur eyrum hlýtt og augum skoðað rannsóknarefni sitt, en jafnframt veg- ið og metið rök og kenningar annarra. Ekki verður höfundur þó sakaður um að hafa varið lengra máli í þennan þátt ritsins en efni standa til og nauð- syn krefur. Einnig hefur liann sparað sér mikið rúm og endurtekningar með því að vísa úr þáttunum um ein- stök kvæði til almennrar greinargerð- ar framar í ritinu um aldur og heim- kynni kvæðanna. Hins vegar fer ekki hjá því, að flestir lesendur þurfa þá oft að rifja upp hina fyrri staði sér til glöggvunar. Enginn skyldi heldur ætla sér að lesa um slíkt efni að fullu gagni án nokkurrar fyrirhafnar. Miklu lengri og samfelldari eru þeir þættir ritsins, er fjalla um heild- Kinar Ól. Sveinsson. arefni kvæðanna. Þar færist líka rit- höfundurinn allur í aukana, og stíll hans er í senn fimlegur og þróttmikill, en jafnframt vermdur af lotningu og ást á liinu göfuga og stórfenglega við- fangsefni. Hit sem þetta þarfnast ein- mitt bæði mikillar rökvísi og ríks feg- urðarskyns, og hér birtist það að mínui viti í hæfilegum hlutföllum. Miirgum leikmanni mun auðvelda lesturinn sá háttur höfundar, að hann rekur efni livers kvæðis, áður en hefjast hugleið- ingar hans um kvæðið í heild. Eins og áður er að vikið, er margt tilvísana í ritinu til verka annarra fræðimanna, og munu þær ná til alls 64 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.