Félagsbréf - 01.12.1963, Page 70
þar talsvert sínar eigin leiðir, tekur
að vísu tillit til kenninga bæði Sievers
og Heuslers, en getur hvorugan að-
hyllzt til fulls. Efnið er illa fallið
til að skrifa um það í senn fyrir lærða
og leika, en mér virðist það þó hafa
tekizt furðu vel. Sem vænta mátti,
verður þessi þáttur þó ekki lesinn að
fullu gagni án talsverðrar fyrirhafn-
ar. Þátturinn um náttúrulýsingar er
mjög svo girnilegur og mun eiga eft-
ir að vekja til frekari umhugsunar
um náttúruskyn fornmanna.
f síðasta kaflanum, EddukvœSi
(bls. 175—529), eru fyrst fjórir inn-
gangsþættir: Varðveizla, KvœSasniS,
Aldur og IIeimkynni eddukvœSa. Síðan
er tekið fyrir hvert einstakt kvæði í
•þeirri aldursröð, er höfundur aðhyll-
ist, þó þannig, að fylgt er hefðbund-
inni ski])tingu í goðakvæði og hetju-
kvæði og fjallað um flokkana hvorn
í sínu lagi. Koma þá fyrstir þrír
þættir um goðakvæði, Eldri goSakvœSi,
Trúarbarátta og Ungleg goSakvœSi, en
síðan þátturinn Upptök og einkenni
hetjukvœSa og í lokin þættirnir Eldri
hetjukvœSi og Unglegri hetjukvœSi.
Þessi niðurskipun efnisins hefur vita-
skuld marga kosti, en hitt ber að hafa
í huga, að óyggjandi rök fyrir aldri
einstakra kvæða liggja sjaldnast á
lausu, enda slær höfundur oft var-
nagla, þegar þessi vandamál ber á
góma. Hætt er við því, að aeint verði
allir á eitt sáttir um aldur og upp-
runa hvers einstaks kvæðis. Dr. Einar
rekur einnig jafnan svo skilmerkilega
kenningar annarra vísindamanna um
þessi efni, að lesandanum er vorkunn-
arlaust að leggja sjálfur dóm sinn á
rökin, auk þess sem tilvísanir til rita
hljóta að fullnægja hinum tortryggn-
ustu og fróðleiksfúsustu. Margt vek-
ur eflaust tilefni til frekari umræðna.
Ég get t.d. ekki neitað því, að höfund-
ur hefur ekki til fulls sannfært mig
um háan aldur Þrymskviðu, enda
þótt það kunni á hinn bóginn að vera
glannalegt að eigna hana Snorra
Sturlusyni, eins og Peter Hallberg
gerir. Dr. Einar leggur í þessu efni
mikið upp úr notkun fyllingarorðsins
of-um í kvæðinu, en þá má aftur
spyrja, hvort það atriði hafi enn verið
nógsamlega rannsakað í einstökum
tilvikum, svo að það sé haldgóður
grundvöllur til aldursákvarðana. Vit-
anlega er valt að álykta mikið út frá
iþögn heimilda, en undarlegt er það,
að Snorri skyldi stilla sig um að
nota efni Þrymskviðu í Eddu sinni,
svo mjög sem hann sækist eftir að lýsa
gamansamlegum atburðum, sem Þór er
við riðinn. — Ekki dirfist ég að gera
neinar athugasemdir við skoðanir dr.
Einars um aldur Rígsþulu, en fullör-
uggur þykir mér hann vera um vest-
rænan uppruna kvæðisins, þó að
óneitanlega bendi sumt í þá átt, eins
og menn hafa fyrir löngu komið auga
á. I sjálfu sér er þó ekkert |jví til fyrir-
stöðu, að Rígur geti verið algermanskt
nafn. Önnur atriði í kvæðinu leiða
hugann að austurslóðum eins og nafn-
ið Danpr, er dr. Einar telur komið
í Rígsþulu úr Hlöðskviðu, er sækir
að allra dómi efni sitt í umhverfi Gota.
Einkennilega líkur og framandlegur
blær er yfir orðunum mösmar í Rígs-
þulu og basmir í Hlöðskviðu, enda
hafa þau bæði verið talin slafnesk að
66 FÉLAGSBRÉF