Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 70

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 70
þar talsvert sínar eigin leiðir, tekur að vísu tillit til kenninga bæði Sievers og Heuslers, en getur hvorugan að- hyllzt til fulls. Efnið er illa fallið til að skrifa um það í senn fyrir lærða og leika, en mér virðist það þó hafa tekizt furðu vel. Sem vænta mátti, verður þessi þáttur þó ekki lesinn að fullu gagni án talsverðrar fyrirhafn- ar. Þátturinn um náttúrulýsingar er mjög svo girnilegur og mun eiga eft- ir að vekja til frekari umhugsunar um náttúruskyn fornmanna. f síðasta kaflanum, EddukvœSi (bls. 175—529), eru fyrst fjórir inn- gangsþættir: Varðveizla, KvœSasniS, Aldur og IIeimkynni eddukvœSa. Síðan er tekið fyrir hvert einstakt kvæði í •þeirri aldursröð, er höfundur aðhyll- ist, þó þannig, að fylgt er hefðbund- inni ski])tingu í goðakvæði og hetju- kvæði og fjallað um flokkana hvorn í sínu lagi. Koma þá fyrstir þrír þættir um goðakvæði, Eldri goSakvœSi, Trúarbarátta og Ungleg goSakvœSi, en síðan þátturinn Upptök og einkenni hetjukvœSa og í lokin þættirnir Eldri hetjukvœSi og Unglegri hetjukvœSi. Þessi niðurskipun efnisins hefur vita- skuld marga kosti, en hitt ber að hafa í huga, að óyggjandi rök fyrir aldri einstakra kvæða liggja sjaldnast á lausu, enda slær höfundur oft var- nagla, þegar þessi vandamál ber á góma. Hætt er við því, að aeint verði allir á eitt sáttir um aldur og upp- runa hvers einstaks kvæðis. Dr. Einar rekur einnig jafnan svo skilmerkilega kenningar annarra vísindamanna um þessi efni, að lesandanum er vorkunn- arlaust að leggja sjálfur dóm sinn á rökin, auk þess sem tilvísanir til rita hljóta að fullnægja hinum tortryggn- ustu og fróðleiksfúsustu. Margt vek- ur eflaust tilefni til frekari umræðna. Ég get t.d. ekki neitað því, að höfund- ur hefur ekki til fulls sannfært mig um háan aldur Þrymskviðu, enda þótt það kunni á hinn bóginn að vera glannalegt að eigna hana Snorra Sturlusyni, eins og Peter Hallberg gerir. Dr. Einar leggur í þessu efni mikið upp úr notkun fyllingarorðsins of-um í kvæðinu, en þá má aftur spyrja, hvort það atriði hafi enn verið nógsamlega rannsakað í einstökum tilvikum, svo að það sé haldgóður grundvöllur til aldursákvarðana. Vit- anlega er valt að álykta mikið út frá iþögn heimilda, en undarlegt er það, að Snorri skyldi stilla sig um að nota efni Þrymskviðu í Eddu sinni, svo mjög sem hann sækist eftir að lýsa gamansamlegum atburðum, sem Þór er við riðinn. — Ekki dirfist ég að gera neinar athugasemdir við skoðanir dr. Einars um aldur Rígsþulu, en fullör- uggur þykir mér hann vera um vest- rænan uppruna kvæðisins, þó að óneitanlega bendi sumt í þá átt, eins og menn hafa fyrir löngu komið auga á. I sjálfu sér er þó ekkert |jví til fyrir- stöðu, að Rígur geti verið algermanskt nafn. Önnur atriði í kvæðinu leiða hugann að austurslóðum eins og nafn- ið Danpr, er dr. Einar telur komið í Rígsþulu úr Hlöðskviðu, er sækir að allra dómi efni sitt í umhverfi Gota. Einkennilega líkur og framandlegur blær er yfir orðunum mösmar í Rígs- þulu og basmir í Hlöðskviðu, enda hafa þau bæði verið talin slafnesk að 66 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.