Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1876, Síða 66
1876
60
iíG. mai.
63
10. júní.
ijallskil, og skipli jafnt milli sín tekjunum af óskilafje. |>essi beiðni, sem hefir vcrið sam-
þykkt af breppsnefndinni með 7 atkvæðum gegn 2, og með atkvæðafjölda hefir fengið með-
mæli sýslunefndarinnar I IJúnavatnssýslu, hafið þjer herra amtmaðurinn þareptir með með-
mælum yðar lagt undir úrskurð landshöfðingja, samkvæmt 23. gr. sveitarstjórnartilskipun-
arinnar frá 4. maí 1872.
Samkvæmt þessu skal þvf úrskurðað svo sem nú segir:
1. Torfastaðahreppi i Ilúnavatnssýslu má skipta í 2 hreppa, er nefnist ytri og fremri
Torfaslaðahreppnr; skulu lakmörk þeirra. vera að austanverðu ftliðljarðarár við Urriðaá en
að vestanverðu við Hnppahlíðará.
2. Öllum eigum hins núverandi Torfastaðahrepps, öl)um ómögum hans og öllum skuld-
bindingum, skal skipt jafnt á milli ylri og fremri Torfastaðahrepps, þó þannig, að þinghúsið
á Svarðbœli fyrst um sinn verði sameiginleg eign hreppanna, báðum til afnola eptir nánara
samkomulagi. l’egar fremri Torfastaðahreppur ætlar að byggja sjer sjálfur þinghús, skal
ytri Torfaslaðahreppur grejða honum helminginn af andvirði hins eldra þinghúss, og verð-
ur það þá eign ytri hrcppsins eins; einnig skulu báðir hreppar hafa sameiginlegar afrjettir
og fjallskil, eins og hingað til hefir verið, og skulu þeir skipta jafnt með sjer tekjum fálcekra-
sjóðsins af óskilafje.
3. Skiptingin skal fara fram, undir eins og amtmaður befir ákvcðið tölu hreppsnefnd-
armanna í hvorum hreppi, samkvæmt2. grein tilsk. 4. maí 1872, og hreppsnefndir þessar
þar eptir hafa verið kosnar.
4. Skipta skal jafnt milli fremri og ytri Torfaslaðahrepps, öllum ómögum þeim, sem
hafa, þá er skiplingin fer fram, áunnið sjer framfocrslurjett f hinum núverandi Torfaslaöa-
hreppi, og eins skal fara með þá, sem ekki enn þurfa fátœkrastyrks, en eiga framfœrslu-
rjett f hreppnum, eins og hann nú er, eða sem, ef skiptingin hefði ekki farið fram, hefðu
áunnið sjer slíkan framfœrslurjett, t. a. m. með því, að hafa dvalið hinn lögboðna tfma í
hreppnum, áður en honum var skipt, með því að dvelja nokkurn part hins lögboðna tfma
í hreppnnm óskiptum, og þar eptir samflcytt það sem eplir stendur f öðrum hvorum nýju
hreppanna, eða loksins af því, að þeir cru fæddir í hreppnum áður en skiptingin fer fram.
En það leiðir af sjálfu sjer, að þeir missa þenna rjett, ef þeir, áður en þeir verða þurf-
andi sveilarstyrks, hafa unnið sjer framfœrslurjett, annaðhvort f öðrumhvorum nýju hrepp-
anna eða annarsstaðar.
5. Gjöra skal út um skipting þessa og allt hvað sncrtir fjelagsskap hinna nýju hreppa
á sameiginlegum fundi beggja hreppsnefnda.
I»etla er hjer með tjáð herra amtmanninum til þóknanlegrar leiðbeiningar og ráðstafanar.
— Brjef landshöfðingja til bœjarfógetam í Reijlcjavík um áhyrgð fyrir elds-
voða. —• Eptir að ráðgjafinn fyrir ísland hafði með meðmælum sinum sent dómsmála-
stjórninui erindi það, er jeg meðlók með brjefi yðar, herra bœjarfógeti, frá 3. desbr. f.
á., þar sem bœjarsljórnin fer fram á, að hið almenna brunabótafjelag fyrir sveitarbygg-
ingar f Danmörku taki að sjer frá 1. oklbr. þ. á. ábyrgð á þeim þriðjungi andvirðis húsa
í Reykjavík, sem bœrinn sjálfur má ábyrgjast, samkvæmt tilsk. 14. fcbr. 1874 um ábyrgð
fyrir eldsvoða i Reykjavíkur kaupstað, hefir aðalstjórn nefnds fjelags skýrt frá, að hún,
eptii' að málið hafi verið rœtt f forstöðunefnd fjelagsins, álíti sig ekki hafa heimild til að
láta fjelagið taka hina umrœddu ábyrgð á sig.
þetta er þjónustusamlega tjáð herra bœjarfógelanum til þóknanlegrar leiðbeining-
ar og birtingar.