Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 5

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 5
Frá ritnefnd Enn var litið til himna og þegar blikaði á skærar stjörnur efst á himinfestingunni varð ritnefnd hugsað til áskrifenda sinna. Hvað má gera til að halda þessum góðfúsa hópi glöðum? Hvað gleður þau mest? Einn ritnefndarmanna, sá hoknasti af þeim öllum, varð skyndilega frá sér numinn og lagði til að næsta tímaritshefti yrði helgað nöfnum áskrifenda. Nú var lagt á ráðin. Áskrifendalistinn, sem er langur, var prentaður út og helstu ritsnillingum þjóðarinnar var falið að velja sér nöfn úr skránni og skrifa um þau. Árangurinn er þetta hefti sem er tileinkað áskrif- endum Bjarts og frú Emilíu. Guðbergur Bergsson lét eftirfarandi orð falla í inngangi að skrifum sínum: og er gott að hafa þetta hugfast: Leyndardómur nafnanna Mannanöfn hafa ekki lengur sérstaka merkingu í huga mér, heldur mennimir sem bera þau. í œsku voru það aftur á móti nöfnin sem höfðu dularfulla merkingu, ekki mennimir sem bám þau. Fyrir bragðið gœti ég skrifað bók um leyndardóma nafnanna. 3

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.