Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 24

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 24
,Jæja, byrjiði nú,“ er hrópað utan úr sal. Fólkið á sviðinu lítur vandræðalega hvort á annað. „Segiði eitthvað,“ hrópar óþolinmóð karlmannsrödd úr salnum. „Ég vissi ekki að ég ætti að segja eitthvað," hvíslar kona á svið- inu og hallar sér að annarri sem situr við hlið hennar. „Ég hef ekkert að segja,“ svarar sú kona lágum rómi, „ég var boðuð hingað á fund.“ „Ég líka,“ hvíslar sú sem hóf samræðumar, „ég kom hingað á undirbúningsfund vegna ferðalags sem ég hef áhuga á að fara í.“ „Það gerði ég líka,“ svarar konan, en það er gripið fram í fyrir henni með köllum utan úr sal. „Þið eigið að gera eitthvað til þess að maður geti kynnst sjálfum sér í gegnum ykkur,“ kallar sköllóttur, eldri maður úr salnum. Hann stendur upp með erfiðismunum og otar staf sínum í áttina að sviðinu. „Fólk á sviði á að sýna manni hvemig á að hugsa og bregðast við og hvernig á að gera hlutina rétt, t.d. hvemig á að beita verkfæmm og gróðursetja tré. Það á að leiðbeina manni um notkun hnífapara í matarveislum og vera fyrirmyndir að upp- byggilegum umræðuefnum. Þið eigið að vera eitthvað, gera eitt- hvað, heita eitthvað og vera tilfinninganæm.“ Hann hlammar sér móður aftur í sætið. „Svona, byrjið að leika og kynnið ykkur svo maður mgli ykkur ekki öllum saman,“ hrópar hávaxin kona með hatt sem situr út á enda á þriðja bekk. Einn mannanna við borðið klórar sér aftan á hálsi og horfir spyrjandi á mann sem situr við borðsendann og virðist ömggur með sig. „Veistu nokkuð hvað þú heitir?“ „Nei,“ svarar maðurinn, „ég er bara að fara í ferðalag. Ég vissi ekki að ég ætti að heita neitt, en þú?“ „Nei, ég er enginn,“ svarar sá fyrri og hættir að klóra sér, „ég veit bara það að mig langar til þess að fara eitthvert," bætir hann við hugsi. 22

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.