Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 27

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 27
„Þetta verður áreiðanlega hættuför,“ segir kona á næst aftasta bekk í sal. Persónurnar á sviðinu þegja og líta í kringum sig ruglaðar á svip. Ég ásamt hinum áhorfendunum úti í sal er farin að ókyrrast yfir vandræðaskap þeirra. Ég fer upp á sviðið, hósta og snýti mér í pappírsvasaklút, dreg djúpt að mér andann og segi síðan og legg áherslu á hvert orð: „Heimurinn er þannig að það hefur aldrei verið gott að átta sig á því hvað það er sem skiptir máli. Einn atburður rekur annan. í hverjum atburði em margir þátttakendur sem velta hvors annars hlutverki fyrir sér og spyrja í hljóði: „Hvað ert þú að gera hérna, góði?“ Svar fæst við spurningunni með því að hreyfa við umhverfinu þannig að fólk ýmist nálgist hvort annað eða fjarlægist. Fólk ranglar þá ómeðvitað út í óvissuna sem hringsnýst áttavillt allt í kringum okkur. Trú þess mótar úr óviss- unni heilagan sannleik og fólk hvíslar sannfærandi í eyra hvers annars „ég sver að það er alveg satt.“ Úr sannleikanum verða síðan til ævintýri og draumar sem rætast alltaf en ósjaldan að viðkomandi fjarstöddum. Ég vissi t.d. um mann í Sviss sem var að taka skyrtur sínar úr þvottavélinni sinni þegar draumur hans rættist á veitingahúsi í Japan. Hann var því miður ekki viðstaddur. Konu þekkti ég sem sat í flugvél á leiðinni í sólarlandaferð þegar draumur hennar rættist úti í garði fyrir framan húsið hennar í Ljósheimum. Á ferðalagi okkar út í óvissuna skulum við vera við öllu búin. Allir verða að heita eitthvað, hafa eitthvert útlit og vera á leiðinni eitthvert," segi ég og horfi alvarlega framan í hvem og einn þeirra sem sitja við borðið, „sem leiðsögumaður verð ég að þekkja nöfn ykkar og geta aðvarað ykkur ef einhver ætlar t.d. að stíga á lausa sillu fyrir ofan hengiflug eða ef einhver blindaður af sólinni gengur í áttina að kaktusi þar sem nálarnar stingast út eins og spjót. Ég verð að geta kallað upp nafn þess sem er að ana beint á kaktusinn. Og ef einhver týnist eða lendir í höndum ræningja," ég 25

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.