Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 30

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 30
niður af stólnum og tel nöfnin sem ég hef merkt við og þá áttum við okkur á því að stóllinn er auður og það vantar einn. „Það vantar einhvem," er hrópað úr salnum. En ég veit ekki hver það er sem hefur horfið af sviðinu, svo ég tek upp listann og hef að lesa upp öll nöfnin frá upphafi. „Agnes, Aldís, Alma, Andrés, Andri, Anna, Anton, Ari, Arnar, Arnbjörg, Amfríður, Arngeir...“ Ég er ekki komin lengra en að Arngeiri þegar slagsmál heyrast baksviðs og inn á sviðið koma tveir lögregluþjónar með mann í handjárnum. Hann er auðsjáanlega ein af persónunum á sviðinu. „Arngeir," kalla ég og merki við á listanum. „Arngeir þó,“ hrópa persónurnar í öngum sínum, „hvað gerðir þú af þér?“ „Ég sagðist heita Ólafur en skrifaði svo óvart Eggert undir pappírana í Landsbankanum, gaf sjúkum manni blóð og kallaði sjálfan mig Skúla en stökk síðan á fætur þegar þið kölluðuð Amgeir og þá var ég tekinn höndum í misgripum fyrir Amodd sem er misindismaður sem verið er að leita að,“ sagði Arngeir óðamála. Ég leit á lögreglumennina, kynnti mig og sagði: „Ég heiti Ást- ríður, komið þið sælir. Ég er leiðsögumaður og hef það verkefni að vísa þessum tíu manna hópi leiðina úr leikriti yfir í ferðasögu. Þessi maður sem þið hafið handjámað er ein af persónum mínum. Hann þekkti ekki sjálfan sig en segja má að nú séu kaflaskipti, því nú vita allir hverjir þeir em. Við eigum aðeins eftir að ganga af sviðinu og merkja töskurnar okkar og skrifa nafnið okkar með vatnsekta tússpenna inn í stígvélin okkar áður en við höldum út í óvissuna. Gefið honum frelsi til þess að koma með okkur og ég skal ábyrgjast að hann skrifi sitt eina rétta nafn bæði á merki- miðann á ferðatöskunni sinni og inn í stígvélin sín svo ekki verði oftar um að villast hver hér er á ferð.“ 28

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.