Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 33

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 33
Draga mig upp - þurrka blóðdropa úr lófunum - sleikja hræðslutárin af kinnunum. Inga Björk Ingadóttir Bersi Þetta orð var í hugarheimi mínum ekki mannsnafn heldur furðu- legt, rautt og sjálfstætt líffæri: Einstæður tittlingur sem giftir karl- menn höfðu í flimtingum. Guðbergur Bergsson Bersi Bersa kynnist ég á Hótel Pallas í Kaupmannahöfn einn morgun á fyrri hluta aldarinnar þegar hann er, eins og ekkert sé, að móta íslenska víndrykkjuhefð. Það er segin saga: allt það sem íslenskast er verður til í útlöndum. Líka íslenskar drykkjuvenjur. Bersi fær þrjá Svía í heimsókn til sín fyrir hádegi upp á hótelherbergi og hann býður þeim upp á íslandskokkteil. Fyrst hellir hann bjór í há mjólkurglös og styrkir síðan bjórinn með skvettu af koníaki og annarri af vískýi. Til að veikja drykkinn fyllir hann glösin upp að börmum með rauðvíni. Svo drekkur hann í botn. En ekki hinir. Bragi Ólafsson Bersi Báturinn hefði getað heitið Bersi en líklega var honum aldrei gef- ið nafn. Á honum fáum við að sigla á vatninu eftir að frænka hefur tekið af okkur loforð um að halda okkur við ströndina. Við syngj- um um stóra stráka sem fá raflost og gætum ekki að róðrinum á meðan. Okkur rekur út á mitt vatn. Litlar stelpur fá hland fyrir hjartað. Gerður Kristný 31

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.