Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 36

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 36
Elfa Elfa hljómar eins og Alfa og Alfa er grískur bókstafur sem spinnur þráðinn áfram til Grikklands þar sem eyjan Patmos, ein Tylftar- eyja, liggur í kóralbláu Eyjahafinu, grýtt, hrjóstrug og körg undir sól Miðjarðarhafsins sem leysir upp aukaatriðin og greiðir úr þokunni svo steinn verður steinn og blóð blóð og allir vafningar að skýrum línum. En á þessari eyju á samt einn af sonum sólar- innar að hafa falið sig ofaní dimmum helli til þess að forðast það skýra en leita þess myrka. Jóhannes virðist hafa fengið sólsting. Hann reikaði burtu, fullur fyrirlitningar á öllu því sem sólar- heimurinn stóð fyrir: Allri þessari aristókratísku grísku tragík, allri þessari harmsögulegu ábyrgð, allri þessari karlmannlegu einurð og lífsnautn sem lengst af var aðal Miðjarðarhafsmannsins. í stað- inn leitaði hann drungans svo hann mætti lækna sig af sóttinni og

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.