Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 43

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 43
Franz Z er fallegasti bókstafurinn. Hún er sverðalag Zorros. Vanskapað skástrik sem gert hefur verið útlægt úr íslenska stafrófinu. Enginn bókstafur líkist eldingu jafn mikið. Z er ógnandi fleygur sem æðir til jarðar í fylgd háværrar skmggu og stefnir rakleiðis á haus hins óréttláta. Hins óréttláta? Er það ekki einmitt sú skepna sem er hvað öfundsverðust? Setjum sem svo að Franz sé óréttlátur. í hvaða bók, í hvaða lista kemur þá nafn hans fyrir? Að minnsta kosti ekki í „Bók lífsins“ eða innan í fjalli hinna síðari daga heilögu, fjallinu þar sem mormónanir rita nöfn þeirra hólpnu. Líklegra er að það birtist í kladdanum yfir þá sem kastað verður út í ystu myrkur en af þeim fara hvort eð er engar sögur. Hinir burt- köstuðu eru nafnlausir. Aðeins fmmspekilegir fulltrúar þeirra í heimsslitadramanu bera nafn. Eina vonin til að sleppa undan listum og mnum er að vera ranglátur því sá rangláti getur treyst því að nafn hans komi hvergi fram. Og þótt honum sé útskúfað á gmndvelli þess að nafn hans er ekki þar sem nöfn hinna er að finna, er hann þar með laus undan byrði nafnsins, byrði talnanna. Hann fær að vera það sem hinir em ekki því þannig er það í hinum ystu myrkmm. Engin nöfn. Engin tvíundarkerfi. Ekkert annaðhvort/eða. Bundin í báða skó nafnanna vitum við hins vegar ekki hvemig ævi það er. Við mænum óttaslegin til listanna í von um hjálp. Kristján B. Jónasson Freyr Dettur að sjálfsögðu kynlíf í hug en fæ of grófar hugsanir upp í kollinn. Enda er ég af þeirri kynslóð sem lít á pælingar Bukow- skys sem smábamahjal. Mikael Torfason 41

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.