Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 46

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 46
var að því að þýða opinberanir Jóhannesar frá Patmos? í formála Lúters að Biblíuþýðingu sinni 1522 lýsti hann upplifun sinni af Opinberunarbókinni svo: „Minn andi kann sig ekki í þessari bók.“ Hvað fannst kúnum? Af því fer engum sögum. Það eina sem vitað er með vissu er að þýðing Odds gekk út á þrykk í Hróarskeldu 1540 með öllu sínu spámannlega hatri og öllu sínu kerfisbundna ofstæki á hárréttum stað. í fyrsta skipti kynntust íslenskir lesendur því hvernig var að hafa eina af grunnstoðum nútímans fyrir sér á prenti. Ritið sem blés ekki aðeins mormónum í brjóst að höggva nafnarunur innan í fjöll heldur kenndi okkur einnig að búa til lista, að skipa niður eftir tölum og sætum, að raða alheiminum - jafnvel á örlagastundu - niður í herbergi, klefa og hólf. Nöfn og tölur. Hér koma þau aftur. Bæði vega þyngra á metunum en fólk. Við emm hráefni fyrir lista, mnur og skrár. Nöfn okkar og fæðingardægur em því aðeins til að hægt sé að búa til úr þeim lista. Ekkert meira, ekkert minna. Kristján B. Jónasson Grímur Einu sinni átti ég kött sem séra Bernharður Guðmundsson og fjöl- skylda hans höfðu skírt Grím. Grímur reyndist vera læða en fékk að halda nafninu vegna sérkennilegs augnsvips. Þetta var greind- asti og mannblendnasti köttur sem ég hef þekkt og hann varð frægur í hverfinu þegar auglýst var eftir honum í útvarpinu og í ljós kom að kötturinn hafði smogið inní íbúð Benjamíns H. Eiríks- sonar og lokast þar inni í fjarvem hans. Sama sumar flutti maður- inn minn að heiman og um haustið fór ég að vinna á maraþon- næturvöktum. Þá var Grími nóg boðið og hann flutti út frá mér og inn til Jóhannesar Bergsveinssonar geðlæknis og fjölskyldu hans í næstu götu. Linda Vilhjálmsdóttir 44

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.