Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 50

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 50
Hallsteinn ... og Dóra ... Ámi Ibsen Hannes Það hljómar kannski svolítið eins og ég ætli að verða eitthvað leikrænn og ágengur þegar ég segist hafa kynnst Hannesi á frekar sársaukafullan hátt. Ég var að bera út póst í Þingholtunum um vetur fyrir mörgum árum og þegar ég tróð þykku umslagi inn um lúguna hjá Hannesi, opnaði hann dymar allt í einu þannig að þær skullu á mér og ég flaug niður hálar tröppumar. Þar með var ekki öllu lokið því Hannes kom sjálfur á eftir mér niður tröppumar nokkmm andartökum síðar með harðan skóhælinn beint í and- litið á mér. Hannes er eitt af þeim nöfnum sem maður veit aldrei hvar maðurhefur. ntn Bragi Ólafsson Haraldur Hæ, Halli og takk fyrir síðast. Mér datt í hug að skrifa þér línu og láta vita að ég er loksins kominn með netfang. Ég rölti í gærkvöldi inná intemetkaffihús í nágrenninu og bað afgreiðsludrenginn um að koma þessu í kring. Hann var mjög liðlegur og með langt á milli augnanna. Það var hugguleg tekknómússík í græjunum og gamall maður sat með sítt, grátt skegg á næstu tölvu; sennilega sjómaður. Hann hefur eflaust langað að kasta trollinu út í upp- lýsingadjúpin og sjá hvort eitthvað ræki á fjömmar. Eða hvort hann var í tölvuleik. En alla vega. Nú er ég til: dagur@babel.dk. DagurKári Pétursson 48

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.