Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 53

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 53
Hinrik Ford byrjaði ævi sína sem úrsmiður. Ekki þó sem atvinnumaður því hann var of ungur til þess. Þegar hann var tíu ára þótti han'n svo lagtækur að allir í grenndinni komu til hans með úrin sín í viðr gerð og Ford tókst alltaf að fá þau til að ganga rétt. En hugur hans var þó alltaf við önnur og stærri hjól, enda varð honum svo vel ágengt við þau að hann varð mesti bílsmiður í heimi. Þorvaldur Þorsteinsson Hjörtur Fyrír löngu ég heyrði um mann sem gaf og gaf, en aldrei fann sér ból í hlýjum hjartastað. - En svo þegar hann var löngu dáinn, sást að öll hjörtun sem höfðu hitt hann, voru rjóð og heit og glóðu í myrkrinu. Og ef einhver spurði þau um þessa gleði, svöruðu þau alltaf: „Hjörturoði kom um daginn." - En þegar fólkið hætti að gefa sér tíma fyrir orð og aðra góða hluti, var hann bara kallaður Hjörtur og allir gleymdu hvað hann hafði fært þeim öllum. Inga Björk Ingadóttir Hlédís Þegar við kynntumst fannst þér sérkennileg tilviljun að þú skyldir bæði heita þessu nafni og vinna líka í sælgætissölunni í stærsta bíói borgarinnar. En þú sagðir mér líka að manneskja breyttist alltaf fyrr eða síðar í nafn sitt. Nafn væri ekkert annað en umbúðir. Með tímanum koma útlínur innihaldsins í ljós og að lokum þrýstir það sér alla leið upp á yfirborðið. Haraldur Jónsson 51

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.