Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 61

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 61
Karítas Litla barnið. Litla dóttir. Brosið. Slefið. Smakka það. Hún er heit. Hún er lifandi. Fæddist í gær. Deyr eftir hundrað ár. Verður að manni. Breytist í konu. Og ég þegi. Mikael Torfason Karl Leggstu ofan á mig Mingus af öllum þínum þunga, með undir, undirhundi i hendi kremst ég undir þér (sóló). Oddný Eir Ævarsdóttir Kjartan Dóttir hans bað mig í guðs bænum að sækja til sín ferðatösku sem hann hefði skilið eftir fulla af miðum. Ég gerði það og sat uppi með mörghundruð miða með dýrum og ódýrum fyrripörtum á - hann hafði dáið með þá í vösunum og á nátt- og skrifborðum. Hringdi í hana seinna til að vita hvort hún hefði ekki rekist á neina aðra tösku - og var þá með seinnipartana í huga, en hún kannaðist ekki við það. Oddný Eir Ævarsdóttir 59

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.