Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 71

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 71
Ekkert nafn er sérstakt. Enginn er einstakur. Enginn er nafn. Það er sama hvað mormónar hrúga mörgum utan og innan á fjöllin í Utah. Guð mun ekki ná að tengja sál við nafn og nafn við sál. Hann á eftir að taka nöfnin og spinna upp sálir við þau, algerlega óháð fyrri eigendum. Þúsundáraríkið verður ekki reist á hliðskip- uðum lögmálum heldur stafrænum. Nöfnin standa en þau verða aðeins hráefni fyrir tölugildi og sé horft þannig á málið þá er þúsundáraríkið þegar runnið upp. Því hvað eru nöfn okkar annað en tölur í gagnabönkum? Það er aðeins gömul hefð sem vamar okkur að stíga skrefið til fulls og sleppa vemnni en leyfa nöfnun- um að kombínera sig sjálf út í hið óendanlega. NÖFNIN ein í endalausri mnu án nokkurrar lifandi innistæðu! Þarna er von mormónanna lifandi komin. Kristján B. Jónasson Nanna ... verð að vera; verð að læra að vera í margföldum tíma á einum og sama tíma; í senn hér og þar; þrái þó að vera í senn annars staðar, í öðm hér og öðm þar; þar sem allir hinir em og enginn angrar; því hér er enginn og allir angra; vil sitja þar sem enginn situr núna við hlið allra í stað þess að sitja þar sem allir sitja við hlið einskis; sit þó í auðu sæti einskis en þrái annars einskis sæti. Ámi Ibsen 69

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.