Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 79

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 79
Sólborg Við höldum að sólin sé of heit til að snerta, of björt til að skoða vel. En eins og fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, getur okkur líka skjátlast um sólina. Bak við hitann og skæra birtuna er nefnilega lítið land sem framleiðir kærleik fyrir heiminn og sendir hingað með sólargeisl- unum. - En það eina sem við gerum er að brenna, kaupa sólarvöm og setja upp sólgleraugun. - Og drottningin Sólborg í litla landinu grætur gulum tárum. Inga Björk Ingadóttir Stefán Hringdu. Þorvaldur Þorsteinsson Sveinn ...logndrífa undir lágnætti; vekur kúrandi minningu úr bemsku um jólaútstillingu í versluninni Traðarbakka; glimmer og klirr; í glugga Skemmunnar stendur jólasveinn grafkyrr en kinkar í sífellu kolli; einhver dulinn upptrekktur mekkanismi innan í honum; í Þórðarbúð minnir mig stóð annar kyrr og kinkaði ámóta kolli en það var ekki nokkur jólasveinn heldur kokkur; í Traðarbakka- glugganum em fá ein leikföng; upptrekkt sum en enginn koll- kinkandi jólasveinn; hér em jólasveinamir á upplímdum tvívíðum glansmyndum og sumir halda á kókflösku en aðrir veifa; glimmer á bómull í gluggabotninum; himinninn yfir mér dökkur og djúpur; logndrífa ofan úr honum; stimir á mjöllina; einhver upptrekktur dulinn mekkanismi djúpt í dökkvanum innan í mér kinkar í ákafa kolli ... Ámi Ibsen 77

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.