Ljóðormur - 01.11.1986, Síða 37

Ljóðormur - 01.11.1986, Síða 37
Kveðskapurinn lifir þótt ritlistin deyi Viðtal við Jerome Rothenberg um Ijóðlist að fomu og nýju. Bandaríska Ijóðskáldið Jerome Rothenberg (f. 1931) er af gagnrýn- endum í heimalandi sínu gjarnan kallaður róttækasti nýjungamaðurinn í bókmenntum okkar tíma. Meira en 20 Ijóðabækur hafa komið frá hans hendi og hann er víðkunnur fyrir flutning Ijóða sinna, bæði upplestur og leik-flutning (happening). Þá hafa sýnisbækur hans með Ijóðum annarra vakið mikla athygli en þær brjóta mjög í bág við hefðbundnar antólógíur. Nokkrar þeirra ber á góma í viðtalinu hér á eftir, s.s. America a Prophecy en það eru úrvalsljóð amerískra skálda frá upphafi, Technicians of the Sacred en þar streyma Ijóð frá frumlindum menningar um heim allan og svo Simposium of the Whole sem er fræðilegt safnrit um skáldskap frá sjónarmiði þjóðmenningarfræði. Rothenberg hefur ótrúlega mikla yfirsýn yfir Ijóðsköpun allra menning- arsvæða heims á öllum tímum og hefur margt ritað um þau efni og einnig hefur hann ritstýrt bókmenntatímaritum. Ljóðormur náði tali af Rothenberg þegar hann dvaldi eina dag- stund hér á landi í sumar ásamt Diane konu sinni sem er mannfræð- ingur. Þau voru á leið til meginlands Evrópu í fyrirlestra- og upplestrar- ferð. Ljóðlist í Ameríku - Úrval amerískra Ijóda, AMERICA A PROPHECY, sem þú tókst saman ásamt George Quasha fyrir rúmum áratug, þótti róttæk nýjung og gjörólík fyrri söfnum afþessu tagi. - Já, sumir áttuðu sig ekki á því að okkur var meira í mun að draga fram í dagsljósið þær fjölmörgu skáldskapartegundir sem tíðkast hafa í Ameríku en að setja saman lista yfir löghelguð skáld með einhverjum kvóta handa hverjum og einum. Það má kannski ráða nýbreytni bókar- innar af undirtitli hennar: An New Reading of American Poetry from Pre-Columbian Times to the Present. - Skáldskapur frumbyggjanna oröinn hlutgengur? - Að sjálfsögðu. Það getur hvorki verið sanngjarnt né rétt að tak- marka kveðskap í Ameríku við evrópskar hefðir, eina eða fleiri. Við forðumst viðurkenndu góðskáldin sem best við getum og Ijóðin, sem við birtum eftir þau, setjum við í óvenjulegt umhverfi í bókinni svo að frekar sé litið á þau ferskum sjónum. LJÓÐORMURINN _________ 35

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.