Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 41

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 41
víddum og slíkt er einmitt módernismi. Eftir aö súrrealistar höfðu gert sínar tilraunir með drauma og ósjáifráða skrift í skáldskap jókst áhugi og næmi fyrir því sem venja er að kalla „óröklegt" en það orkaði mjög frjóvgandi á Ijóðagerðina. Tilraunir dadaista á 3. áratugnum til að nota „hrein hljóð“ í skáldskap sínum minna á orðlausan skáldskap þjóð- flokka fyrir ritöld og á hugleiðslusöngl Austurlandabúa og sum helgi- siðaljóð og töfraþulur. - Þú kallar nýjustu Ijóðabókþína „ThatDada StrainFinnstþérað dadaistar eigi samleið með þér ískáldskap? - Að því leyti að þeir eru róttækir og leitandi í tjáningunni. En tilraunaskáldskapur þeirra er einungis ein af mörgum leiðum. Nýjungar eiga líka að geta sprottið úr lifandi hefð ef hún hefur ekki verið óeðlilega skorðuð. Að því er mín eigin Ijóð varðar er ég sífellt að leita nýrra forma og nýrra möguleika; fornum listbrögðum og ávinningum skáldskapar vil ég líka gjarnan finna farveg i mínu eigin máli, mínum eigin Ijóðum. Fyrir módernisma okkar tíma hafa verið afdrifaríkastir þeir gífurlegu landvinningar sem tungumálinu hafa áskotnast síðan seinni heims- styrjöldinni iauk. Skáldin hafa leyft sér að prófa og auka og nýta eigindir tungumáls síns miklu meira og betur en áður hafði verið gert. Þessu fagna ég að sjálfsögðu og vona að ég sé hlutgengur þátttakandi í þessari viðleitni. En mér finnst ég ekki koma Ijóðum mínum fyllilega til skila nema ég flytji þau sjálfur fyrir áheyrendur orði til orðs. Þótt ég riti auðvitað Ijóð mín vil ég flytja þau sem „oral poetry“ því að í þeim býr meira en orðin tóm. eyþ UÓÐORMURINN 39

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.