Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 5
3
Ljóð og tunga
Undanfarið hafa varðveisla og efling móðuimálsins verið mjög á dagskrá
í fjölmiólum og í fréttum frá menntamálaráðuneytinu. Ekki er nema gott
um það aö segja að iáðherrar haldi fundi og stofni nefndir þar sem lýst er
yfir átaki til að styrkja íslenska tungu. En fundir og innskots-áminningar
í fjölmiólum duga skammt og góð orð ráðamanna nægja ekki til þess að
tryggja gengi móðurmálsins þegar auglýsinga- og áróðursfrekja fjölntiðla
þrengir sér inn í stofu á hverju heimili með yfirgangi erlendrar tungu og
ensk-amerískrar afþreyingar.
Hlutverk skólanna í vöm og sókn móðurmálsins er meira nú en nokkru
sinni áður. En það sem mestu máli skiptir fyrir varðveislu þess, vaxtar-
megn og áframhaldandi tilvem em lifandi, listrænar bókmenntir.
Þjóóerniskennd íslendiuga hefur alltaf veriö buudin tungumálinu og löng-
um hefur hún verið samofin bókmenntunum og flutt þjóðinni í skáldskap.
Tungumálið er aó sínu leyti ofurselt krepputímabilum eins og atvinnu-
vegir og efnahagur. Fyrir viðgangi þess þarf að heyja sífellda baráttu, og
þetta hafa heimsbókmenntimir m.a. fjallað um alla þessa öld. Einnig hér
hjá okkur hafa ljóöskáldin hina síöari áratugi ortmargt um sköpun ljóösins,
hlutverk þess og um vanda tungumálsins sem er mótunarefni þess. Varla
mun nokkur málnotandi kenna þess rækilegar á sjálfum sér en Ijóöskáld
hver vaudi tungunnar er til tjáningar á margbreytilegri nýrri reynslu og
tilfinningum sem henni tengjast. Skáldin veröa sífellt að endumýja tungu-
málið, halda því fersku, opna nýjar víddir þess en jafnframt að varðveita
eigindir þess og erfóir.
Skáldjöfurinn T. S. Eliot segir í grein sem birt er í þessu riti, „að fólk
finni gleggstu tjáningu sinna dýpstu tilfinninga í ljóðiun síns eigin tungu-
máls.“ Og hann segir einnig að beinar skyldur skáldsins séu fyrst og fremst
gagnvart tungumálinu, að viöhalda því, víkka það og bæta. I góóu ljóði sé
lesendum veitt hlutdeild í nýrri skynjun og meö því að tjá hana sé skáldið
að þróa og auöga tungumál sitt. Eliot er eitt áhrifamesta skáld nútímaljóó-
listar. Þessi viðhorf hans em umhugsuuarverð einnig fyrir okkur. Hann
segir ennfremur í greininni að ef hætt yrði að yrkja ljóó á eiuhverri
þjóðtungu væri það milcið hnignunarmerki því að það hefði þær afleiðingar
að fólk hætti að geta tjáð og skynjað tilfinningar og geðbrigði sem em
sérkennandi íyrir viðkomandi þjóð. Athyglisvert er einnig það sem Eliot
segir um víxláhrif ljóða og tungu: aó ljóðlistin hafi áhrif á tungutak og
skynjun allrar þjóðarinnar í hlutfalli við glæsibrag siun og jafnframt séu
gæði ljóóagerðarinnar undir því komin hvemig fólk notar tungmnál sitt.
Lfklega geta fáir staðfest þetta belur af eigin reynslu en íslendingar. Fáar
þjóðir eiga skáldskap meira að þaklca fyrir varöveislu tungu sinnar, en