Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 33
Stefán Snævarr 31
gegn hinum villtu Piktum
hinum villtu Söxum
hinum villtu Englum.“
n
Aetíus, þrisvar konsúll,
aldrei fremstur í fylkingu
undir gunnfána
„In hoc signo vincit“
aldrei brynjaður
með brynhosur á leggjum
aldrei með fjaðuiprýddan hjálm
á höfði
jafnhendir aldrei sverð
að unda fjanda
aldrei undaður fjandmannsspjóti
aldrei hetja
í sögu eða ljóði
Aðeins spum
svigi
dauf skíma í myrkri.
m
Sendið oss hertoga
himinninn rifnar
sendið oss hertoga
loftið fyllist
af geimskipum
hinna villtu engla
sendið oss sendið s.o.s.
sendið sso...sendið...
...sendið....
Lítiö er vitað um sögu Englands fyrstu aldimar eftir aö Rómverjar
yfirgáfu landiö, nema aö þar ríkti hin versta óöld. Piktar sóttu aö
Bretum úr noröri, Saxar og Englar úr vestri. Gildas, sagnaritari á
sjöttu öld, segir frá bréfi sem Bretar sendu voldugum Rómverja,
Aetíusi aö nafni: „Til Aetíusar, sem þrisvar var konsúll, örvænting-
aróp Breta: Barbararnir reka okkur til hafs, hafió rekur okkur til
barbaranna. Viö getum valiö milli þess aö drukkna eöa verða
slátraö." Einhverjar þreifingar voru meðal Breta um aö skipa her-
toga sem hafa skyldi forystu viö landvarnir (Eftir Englendingasögu
Winstons Churchills).