Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 41
Federico García Lorca 39
Kýrin hins forna heims
sleikti dapurri tungu
granir ataðar blóði
sem úthellt var á völlinn,
og steinnautin í Guisando,
dauði að hálfu, grjót að hálfu,
rumdu örþreytt af traðki
tveggja alda um jörðu.
Nei.
Eg þoli’ ekki’ að sjá það!
Ignacio leitai' upp þrepin
með ofurfarg dauðans á herðum.
Hann skyggndist um, beið þess að birti,
en birting varð ekki nein.
Leitar að sjálfs sín svip,
en draumsvefninn myrkvar hans mynd.
Hann leitaði líkamans fagra
en aðeins leit óhamið blóð.
Nei, segið mér ekki að sjá það!
Eg vil ekki vitna þá öldu
sem veltur fram hægar og hægar;
þá öldu sem upp lýsir þrepin
og freyðir um flauel og leður
áfjáðra áhorfenda.
Hver æpir að ég komi fram!
Nei, segið mér ekki að sjá það!
Ekki lokaði’ hann augum
þótt að honum homin beindust,
en harðleitar mæður horfðu
og höfðinu lyftu skelfdai'.
Og yfir nautaengin
fór andblær leyndra radda,
á himneska tarfa hi'ópa
hjarðmenn í morgungráma.
Aldrei leit Sevilla fursta
er á við hann mætti jafnast,
sverð er líktist hans sverði,
né sannreyndi hjaita svo falslaust.
Eins og árstraumur ljóna
var undri líkur hans þróttur,
á marmara-brjóstlíkan minnti