Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 48
46 T. S. Eliot
þeitrar meginspumingar hvert sé hið sérstaka hlutverk ljóð-
listar. Eg vil greina milli almenns og sérhæfðs hlutverks svo
að ljóst sé hvað ekki er til umræðu hér. Skáldskapur kann að
hafa markvissan, vísvitaðan félagslegan tilgang. I hinum
frumstæðari formum hans er þessi tilgangur oft augljós. Til
em, svo að dæmi séu nefnd, fornar rúnir og sönglandi sem
gjaman höfðu mjög hagnýtan töffa-tilgang — að beina burt
hinu illa auga, að lækna sjúkdóm eða að blíðka illan anda.
Ljóð em snemma á tímum notuð í trúarlegu ritúali og þegar
sálmar era sungnir er enn verið að nota skáldskap í tiltekn-
um félagslegum tilgangi. Hin fornu form söguljóða og
hetjusagna kunna að hafa miðlað því sem trúað var að væri
sannsögulegt efni áður en þessar greinar urðu að því formi
hópskemmtunar sem þær hafa varðveist í. Og áður en ritöld
hófst hlýtur reglubundið kvæðaform að hafa verið afar mik-
ilvægt fyrir minni fólks — og minni hinna fornu
söngvaskálda, sagnaþula og lærðra manna hlýtur að hafa
verið gífurlegt. I hinum þróaðri samfélögum, svo sem
Grikklandi hinu foma, era viðurkennd félagsleg hlutverk
skáldskapar einnig mjög áberandi. Grísk leiklist þróast upp
úr helgisiðum og er áfram við lýði sem opinber atnöfn,
tengd hefðbundnum trúarlegum hátíðahöldum. Pindarískur
lofsöngur þróast í sambandi við sérstakt félagslegt tilefni.
Þessi tilteknu not af kveðskap urðu áreiðanlega forsenda
þess að fulikomnun náðist á vissum sviðum Ijóðlistar.
I nútímalegri ljóðagerð era sum þessara forma enn til, s.s.
sálmamir sem nefndir vora. Merking hugtaksinsýrav3.s7«/;<5<3
(„didactic poetry“) hefur tekið nokkrum breytingum. Það
getur falið í sér merkinguna að „flytja upplýsingar“ og
einnig getur það þýtt „siðferðileg tilsögn“ eða það getur náð
yfir þetta hvorttveggja. Fræðslukvæðið Georgica eftir Virgil
er t.d. mjög fallegur skáldskapur og í því era ýmsar hollar
ábendingar um farsælan landbúnað. En nú á dögum virðist
ekki vinnandi vegur að rita bók sem væri eftir kröfum tím-
ans um landbúnað og yrði jafnframt góður skáldskapur: í
fyrsta lagi er efnið sjálft orðið miklu flóknara og vísinda-
legra en áður var, og í öðru lagi er hægt að gera því greiðari
skil í lausu máli. Ekki munum við heldur bregða á það ráð
Rómverja að semja stjarnfræðilegar og heimsfræðilegar rit-
smíðar í bundnu máli. Sýndaitilgangur ljóðsins er að koma
fræðslu á framfæri en prósinn hefur tekið við því verkefni.
Fræðslukveðskapur hefur smám saman takmarkast við sið-
ferðileg áminningai-ljóð eða kvæði sem leitast við að sann-