Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 54
52 T. S. Eliot
Litlu skiptir hvort skáld átti sér marga lesendur á sínum
lífdögum. Það sem skiptir máli er að alltaf sé að minnsta
kosti dálítill hópur hverrar kynslóðar sem hlýðir á ljóð
skáldsins. Eigi að síður er það skoðun mín að skáldið sé
mikilvægast fyrir sína eigin samtíð og að liðin skáld hætti
að vera okkur að gagni nema við eigum jafnframt lifandi
skáld. Ef til vill ætti ég að orða fyrra atriðið þannig að það
skapist vafasamt ástand ef skáld fær snemma stóran les-
endahóp því að það gefur tilefni til að óttast að skáldið haft
í raun ekkert nýtt fram að færa, heldur einungis það sem
fólk hefur vanist við og þegar fengið að heyra frá skáldum
fyrri kynslóðar. En það er mikilvægt að skáld eigi sér hinn
rétta, smáa lesendahóp meðal samtíðarmanna sinna. Alltaf
þyrfti að vera til fámenn framvarðarsveit fólks sem kann að
meta ljóðlist, hefur sjálfstæðar skoðanir og er dálítið á und-
an sinni samtíð eða reiðubúin að tileinka sér nýjungai' fyir
en aðrir. Þróun menningar á ekki að vera fólgin í því að
koma öllum í fremstu víglínu sem í rauninni þýddi ekkeit
annað en að allir gengju í takt. Hún á að felast í því að
viðhalda slíkum úrvalshópi eða elítu og aö meginhluti les-
enda, sem er aðgerðarminni, dragnist ekki nema svo sem
einni kynslóð á eftir. Breytingar og þróun í skynjun, sem
koma fyrst fram hjá fáum, smeygja sér smám saman inn í
málið vegna áhrifa sinna á aðra höfunda sem hneigjast
fremur til að verða vinsælir. Og um það leyti sem þeir hafa
náð öruggri fótfestu mun verða blásið til nýrrar sóknai'. Enn-
fremur er það fyrir tilsti'lli lifandi höfunda að þeir dauðu
halda lífi. Skáldið Shakespeaiæ hefur haft mikil áhrif á
enska tungu, ekki einvörðungu með því að móta þá sem
fylgdu fyrst í kjölfar hans. Hin mikilhæfustu skáld búa yfir
eigindum sem koma ekki í ljós þegar í stað; og með því að
hafa bein áhrif á önnur skáld, öldum síðar, halda þau áfram
að móta lifandi tungumál. Ef enskt skáld ætlar að læra
hvemig nota skuli orð á okkar tímum, verður það að kanna
af nákvæmni verk þeiira sem notuðu þau best á þeina tíma,
þ.e. verk þeirra sem endurnýjuðu tungumál sinnai' samtíðar.
Enn hef ég einungis gefið í skyn hver séu ystu mörk þeirra
áhrifa sem ég tel ljóðlist geta haft; og það mætti best orða
með þessari staðhæfingu: Þegar til lengdai- lætur skiptir það
sköpum fyrir hið talaða mál, fyrir skynjunina, fyrir líf allra
þjóðfélagsþegna, fyrir alla í einstökum byggðum, fyrir þjóð-
ina alla, hvort fólk les Ijóð og nýtur þeirra eða ekki. Jafnvel
skipth það sköpum hvort fólk þekkir nöfn sinna mestu