Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 55

Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 55
T. S. Eliot 53 skálda eða ekki. Það er mjög erfitt að henda reiður á áhrif- um ljóðlistar í víðtækasta skilningi; þau eru mjög óbein og erfitt að sannreyna þau. Það er líkt og að fylgjast með sveimi fugls eða flugvélar á heiðum himni: hafi maður séð fyrirbærið þegar það var mjög nálægt og ekki sleppt af því auga þegar það flaug lengra og lengra burt, þá er enn hægt að sjá það í mikilli fjarlægð. En í þehri fjarlægð getur annar maður ekki komið auga á hlutinn þótt reynt sé að benda honum á hann. Ef fylgst er með áhrifum ljóðlistar allt frá því fólki sem hún orkar mest á og til þeirra sem aldrei lesa neitt, þá er þau áhrif hvarvetna að finna. Að minnsta kosti munu þau ftnnanleg svo fremi hin þjóðlega menning sé lif- andi og við góða heilsu því að í heilbrigðu þjóðfélagi eru stöðugt að verki gagnkvæm áhrif og víxlverkun hinna ýmsu þátta. Og það er þetta sem ég á við með félagslegu hlutverki ljóðlistar í víðasta skilningi: í hlutfalli við glæsibrag sinn og mátt hefur hún áhrif á tungutak og á skynjun allrar þjóðar- innar. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég áh'ti að málið sem við tölum sé einvörðungu ákvai'ðað af skáldum okkar. Formgerð menningar er miklu flóknai'i en svo. I rauninni er það jafnsatt að gæði ljóðagerðar okkai' em undir því komin hvemig fólk notar tungumál sitt því að efnið, sem ljóða- smiður verður að nota, er tungumál hans eins og það er talað í kringum hann. Ef það er á framþróunarskeiði nýtur hann góðs af því; fari því hnignandi verður hann að nýta það sem best hann má. Ljóð geta að vissu marki varðveitt og jafnvel endurreist fegurð tungumáls. Þau geta stuðlað að þróun þess svo að það verði jafnblæbrigðaríkt og nákvæmt við flóknari aðstæður og breytilegan tilgang nútímalífs og það var fyrrnm á fábrotnari tímum. En í þeirri dulaifullu félagslegu skapgerð, sem við köllum „menningu“ okkar, hlýtur ljóðlist, eins og aðrir einstakir menningarþættir, að vera háð margvíslegum kringumstæðum sem hún hefur enga stjóm á. Þetta vekur með mér nokkra eftirþanka almennai'a eðlis. Eg hef hér að framan beint athyglinni að þjóðlegu og stað- bundnu hlutverki ljóðlistar; þetta kallar á nánaii útskýringu. Eg vil ekki að neinn sitji eftir með þá hugmynd að hlutverk ljóðlistar sé að greina sundur þjóðh' því að ég hef enga trú á því að menning hverrar einstakrar Evrópuþjóðar geti þrifist í einangmn. Enginn vafi er á því að fyrr á tímum hefur háþróuð menning skapað mikla list, háleitar hugmyndir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.