Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 52
50 T. S. Eliot
auka-persónuleika. Ein ástæðan fyrir því að vilja ekki eign-
ast nýtt tungumál í staðinn fyrir eigið mál er sú að flest
okkar vilja ekki verða að annarri persónu. Sjaldan er hægt
að uppræta máttugt tungumál nema með því að útrýma
þjóðinni sem talar það. Ef eitt tungumál leysir annað af
hólmi er það venjulega vegna þess að hið fyrmefnda hefur
einhverja kosti sem stuðla að slíku; ekki einungis er það
frábnigðið, heldur gefur það kost á víðtækara og fágaðra
tjáningarsviði en hið frumstæðara mál, ekki einvörðungu
fyrir hugsun, heldur einnig fyrir tilfinningar.
Þetta þýðir að geðbrigði og tilfinningar verða best tjáð á
sameiginlegri tungu þjóðarinnar — þ.e. á því tungumáli sem
sameiginlegt er öllum þjóðfélagshópum: Formgerð, hrynj-
andi, hljómur, talshættir tungumáls láta í ljós persónugerð
þjóðarinnar sem talar málið. Þegar ég held því fram að það
séu ljóð fremur en prósi sem fáist við að tjá geðhrif og
tilfinningar, þá á ég ekki við að ljóð þurfi ekki að hafa
vitsmunalegt inntak eða merkingu né heldur að mikill kveð-
skapur hafi ekki meira af slikum eigindum en minniháttar
kveðskapur. En ef ég færi nánar út í þá sálma myndi það
leiða mig burt frá megintilgangi mínum. Eg slæ því föstu að
fólk finni gleggstu tjáningu sinna dýpstu tilfinninga í ljóð-
um síns eigin tungumáls, fremur en í nokkurri annairi list-
grein eða í ljóðlist annatxa tungumála. Með þessu á ég að
sjálfsögðu ekki við að sannur skáldskapur takmarkist vió
tilfinningar sem allir geta kannast við og skilið; ljóðlist má
ekki einskorða við ljóð sem njóta alþýðuhylli. Það sem ég á
við er að hjá samstæðri þjóð eiga tilftnningar þeirra sem
fágaðastir eru og margslungnastir eitthvað sameiginlegt með
tilfinningum þeirra sem enj grófgerðastir og einfaldastir, —
eitthvað sem þeir eiga ekki sameiginlegt með fólki sem er af
sömu stigum en talar annað tungumál. Og í heilbrigðri sið-
menningu hafa mikil skáld alltaf eitthvað að tjá samlöndum
sínum á hvaða menntastigi sem þeh eru.
Segja má að skylda skáldsins sem skálds snerti ljóð hans
einungis óbeint: beinar skyldur þess eru gagnvart tungumál-
inu, í fyrsta lagi að viðhalda því og í öðru lagi að víkka það
og bæta. Þegar skáldið tjáir það sem annað fólk skynjar er
það einnig að breyta úlfinningunni með því að gera hana
meövitaðri; skáldið er að vekja athygli fólks á því sem það
þegar skynjar og er því að fræða það eitthvað um það sjálft.
En skáldiö er ekki einungis á sinn hátt vökulli mannvera en
aðrir; sem einstaklingur er það einnig ólíkt öðru fólki og