Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 56
54 T. S. Eliot
góðar bókmenntir, sem þróast hafa í einangrun. Um þetta er
þó erfitt að fullyrða því að ekki er víst að öll þessi menning-
arsvæði hafi verið eins einangruð og virðist við fyrstu sýn.
En í sögu Evrópu er engu slíku til að dreifa. Meira að segja
Fomgrikkir áttu Egiptum margt að þakka og ýmislegt sóttu
þeir til Austurlanda nær. Og gnsku ríkin höfðu mismunandi
mállýskur og mismunandi siði, og í tengslum þeitra inn-
byrðis mætti ftnna gagnkvæm áhrif og gagnkvæm áreiti,
hliðstætt því sem gerist milli þjóða Evrópu. Saga evrópskra
bókmennta mun ekki leiða í ljós að nokkur þjóð haft verið
öðmm þjóðum óháð. Miklu fremur hefur sífellt verið geftð
og þegið og hver þjóð á ýmsum tímum hlotið menningar-
lega endurlífgun vegna örvunar frá öðmm. Algört alrœði í
menningu getur hreinlega ekki þrifist. Framhald á ménningu
hverrar þjóðar er því komið undir samskiptum við aðrar
þjóðir. En á sama hátt og sundurvirkni í menningu Evrópu-
landa felur í sér hættu fyrir samheldni Evrópu, þá gildir hið
sama um sameiningu sem hætt er við að leiddi til einhæfni.
Fjölhæfni er jafnmikilvæg og samheldni. Margt mætti t.d.
gott segja í vissum tilvikum um alþjóðatungumál svo sem
esperantó eða „Basic English“. En ef við gemm ráð fyrir að
öll samskipti þjóða færu fram á slíku tilbúnu tungumáli,
skelfing yrði það ófullnægjandi! I reynd yrðu þau alveg
viðhlítandi í sumu tilliti en á öðmm sviðum yrði algjört
sambandsleysi. Ljóðlist minnir okkur sífellt á allt það sem
einungis er hægt að segja á einu tungumáli og er óþýðan-
legt. Andleg samskipti þjóða í milli geta ekki orðið án þess
að einstaklingar leggi það á sig að læra a.m.k. eitt erient
tungumál, að því marki sem hægt er að læra önnur mál en
móðurtunguna, og verði þar af leiðandi færir um að skynja
að meira eða minna leyti á erlendu máli eins vel og sínu
eigin. Og slíkan skilning manns á annarri þjóð þarf að efla
og víkka með því að sýna skilning þeim einstaklingum sem
leggja á sig það erfiði að læra manns eigið tungumál.
Ekki er úr vegi að geta þess að það er sérlega lærdómsríkt
að sökkva sér niður í ljóðagerð annarra þjóða. Að framan
var sagt að í ljóðagerð sérhvers tungumáls væru eigindir
sem einungis væm skiljanlegar þeim er ættu viðkomandi
tungu að móðurmáli. En það er líka önnur hlið á þessu máli.
Þegar ég er að reyna að lesa tungumál sem ég skil ekki mjög
vel, hefur mér stundum fundist að ég skildi ekki prósatexta
uns é£ skildi hann samkvæmt mælikvarða skólakennara,
þ.e.: Eg varð að vita merkingu hvers orðs, skilja málfræði-