Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 57
T. S. Eliot 55
og setningafræðiatriði, og þá gat ég hugsað textann á ensku.
En líka hefur það hent mig að í einhverju ljóði sem ég gat
ekki þýtt, þar sem ég skildi ekki mörg orðin og gat ekki
rakið setningamar, birtist eitthvað nákomið og leiftrandi,
eitthvað sem var einstætt, ólíkt öllu á enskri tungu, eitthvað
sem ég gat ekki komið orðum að en fannst samt að ég
skildi. Þegar ég svo lærði þetta mál beti.r komst ég að raun
um að hugboð mitt var ekki blekking ein, ekki eitthvað sem
ég ímyndaði mér að væri í ljóðinu, heldur nokkuð sem var
þar í raun og veru. Þetta sýnir að við lestur ljóða er hægt að
smjuga til annaira landa, ef svo mætti að orði komast, áður
en vegabréfið er gefið út eða farmiðinn keyptur.
Það kemur kannski á óvait að samskipti þjóða með mis-
munandi tungumál en skylda menningu innan Evrópu er eitt
þeirra mála sem við hljótum að hyggja að þegai' við grennsl-
umst fyrir um félagslegt hlutverk ljóðlistar. Eg ætla mér
vissulega ekki í framhaldi af þessu að láta leiðast út í ein-
skær pólitísk umi-æðuefni; en mér þætti ekki verra að þeir,
sem fást við pólitísk viðfangsefni, fæna oftai' yfir landamæri
sín og hygðu að því sem ég hef verið að fjalla um. Því að
hér er að finna andlega þætti vandamála, og stjórnmálin
sinna hinum efnalegu þáttum þeiira vandamála. Mín megin
mai'kalínunnar er verið að fást við lifandi hluti sem hafa sín
eigin vaxtarlögmál. Þau eru ekki alltaf rökleg en á þau verð-
ur að sættast með eftirfarandi rökum: Það sem ekki er hægt
að skipuleggja snyrtilega og setja í röð og reglu, fremur en
vind og regn og árstíðirnar, er hægt að aga.
Ef sú trúa mín er rétt að ljóðlist hafi „félagslegu hlutverki“
að gegna fyrir allt málsamfélag skáldsins, hvort sem þegn-
amii- vita um tilvist skáldsins eður ei, þá leiðir af því að það
skiptir máli fyrir hverja evrópska þjóð að hinar þjóðimar búi
áfram að ljóðlist. Eg get ekki lesið norsk ljóð, en ef mér
væri sagt að ekki væru lengur ort ljóð á norska tungu, þá
brygði mér meir í brún en svo að hægt væri að líkja því við
einlæga samúð. Eg myndi álíta það vott um meinsemd sem
líkleg væri til að breiðast út um alla álfuna; upphaf hnignun-
ar sem hefði þær afleiðingar að fólk hætti hvaivetna að geta
tjáð og skynjað tilfinningar siðaðra mannvera. Slíkt gæti
auðvitað gerst. Hvarvetna hefur margt verið sagt um hnign-
un trúar, en minni gaumur gefinn að hnignun tniarlegrar
skynjunai'. Vandi nútímans er ekki einungis sá að fólk er
ekki fært um að trúa vissum atriðum sem forfeður okkar
trúðu um guð og mann, heldur felst hann í því að fólki er