Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 51

Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 51
T. S. Eliot 49 gerum okkur grein fyrir þessu, kann okkur samt að sjást yfir eitthvað sem skáldskapurinn gefur okkur sameiginlega sem samfélagi. Og þetta meina ég í hinum víðtækasta skilningi. Eg tel mikilvægt að sérhver þjóð hafi sinn eigin kveðskap, ekki eingöngu þeir sem hafa ánægju af ljóðum — það fólk gæti alltaf lært erlend tungumál og notið ljóða á þeim tung- um — heldur vegna þess að það skiptir máli fyrir samfélag- ið allt og þá einnig fyrir fólk sem ekki hefur ánægju af ljóðlist. Þá á ég meira að segja einnig við það fólk sem þekkir ekki nöfn eigin þjóðskálda sinna. Þetta er hið raun- verulega viðfangsefni þessarar ritgerðar. Það er ljóst að ljóðlist er frábrugðin öllum öðrum list- greinum að því leyti að hún hefur visst gildi fyrir þjóð skáldsins sem hún hefur ekki fyrir neina aðra. Vissulega hafa jafnvel tónlist og myndlist staðbundið og kynþátta- bundið svipmót en óneitanlega er þó mun auðveldara fyiir útlending að meta slíka list. Það er einnig víst að prósatextar geyma mikilvæg atiiði á frummálinu sem glatast í þýðingu. En öll finnum við að miklu minna glatast við að lesa skáld- sögu í þýðingu en ljóð. Og í þýðingu á sumum tegundum vísindarita þai'f svo gott sem ekkert að tapast. Saga evr- ópskra tungumála sýnir að ljóðlist er mun staðbundnaii en prósabókmenntir. Á miðöldum og þar til fyrir nokkur hundr- uð árum var latína tungumál heimspeki, guðfræði og vís- inda. Tilhneigingin til að nota þjóðtungur sem bókmennta- mál hófst í ljóðlist. Og þetta vhðist fullkomlega eðlilegt þegai' við gerum okkur grein fyrir því að ljóðlist fæst fyrst og fremst við að tjá tilfinningar og geðhrif, og að tilfinning- ar og geðhrif eru sérstæð en hugsun aftur á móti almenn. Það er auðveldara að hugsa á erlendu máli en að skynja með því. Þessvegna er engin listgrein jafniækilega þjóðleg og ljóðlist. Þó að þjóð sé kúguð, svipt tungumáli sínu og öðru tungumáli þröngvað inn í skólana, þá er ekki hægt að út- rýma gamla málinu nema þjóðinni sé kennt að skynja með nýja málinu; móðurmálið leitar fram aftur í ljóðlistinni sem er miðill tilfmninganna. Eg notaði orðalagið að „skynja með nýju tungumáli“, og þá á ég við annað og meha en einungis að „tjá tilfinningar sínar á nýju tungumáli". Hugsun, sem tjáð er á öðru tungumáli, kann í reynd að vera sama hugsun- in og á móðurmálinu, en tilfinning eða geðhrif, sem tjáð eru á erlendu máli, er ekki hin sama tilfinning eða sömu geðhrif. Ein röksemdin fyrir því að að læra vel a.m.k. eitt erlent tungumál er sú að með því móti öðlumst við einskonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.