Ljóðormur - 01.06.1989, Blaðsíða 60
58 Þórður Helgason
fuglasaungnum
morgungolunni
sólargeislanum
Þannig snýst það sem gott var talið og gilt upp í andstæðu
sína og verður ógn ógnanna af því að hún svíkst aftan að
okkur búin fegurstu klæðum. I slíkum heimi er gleðin eins
konar glópska, skynvilla eða upplogin bjartsýni: „hvílík:
glópska / ætla fuglasaunginn / óp gleðinnai' vorsins / ástar-
innar // sennilega / aðeins örvæntíngai'óp // er þá ekki fjarri
sanni
I Itrekað sýnir höfundurinn okkur manninn gjama þrúgað-
an einsemd, verklausan, rúinn þreki til baráttu fyrir lífi sínu,
nánast lamaðan, enda um veg að fara þar sem fáir vitar lýsa
leið. Ljóðið í dimtnum skógi lýsir draumi manns sem „í
dimmum skógi / unir sér best / við fullvissuna ...“ I lokalín-
unni „er þó einginn ræktunannaðuri* kiistallast aðgerðai-
leysið eða uppgjöfin.
Fremur en aðrar aðgerðir velur maðurinn flóttaleiðir sem
einlægt reynast haldlitlar. Nóttin með myrkri sínu og minn-
ingaslitrum verður stundum haldreipið, en dögunin gerir
það lítils virði: „þá sest að honum / dagurinn og gleymskan
/ með hlátrasköllum / og fánýtum harmleikjum“.
Fyrsta ljóð bókarinnar undir kúplinum afneitai' í rauninni
hlutverki fortíðaiánnar sem „streitist við að lifna tyllidaga /
vaipa af sér hulu ryksins / og hverfa inní rykskýið“.
Þannig sýnir höfundur okkur manninn dæmdan til til-
gangslausrar ferðai', hér og nú, fortíðar- og framtíðailausan,
til óviss leiðarenda, hjálpai'vana og þróttlausan, allar flótta-
leiðir haldlausai'.
Ljóðið fylgd lýsir ferð manns um nótt. Hann veit að „ein-
hveri1 hefur slegist í för með honum en gerii' sér jafnframt
grein fyrir að sá förunautur mun seint kynna sig:
einhver á ferð
ekki jólasveinninn
álfakóngurinn
sér hvergi
í hvítan blett í hnakka
í stutta ljóðinu sátt gerir höfundur grein fyrir heimsmynd