Frón - 01.01.1944, Page 31
Aldarfjórðungs sjálfstæði
25-
stefnuleysis og skorts á skipulagi. SíSustu árin hafa þó sýnt
alveg ótvírætt, aS sé rétt aS fariS er hægt aS skipuleggja ís-
lenzka bókaútgáfu þannig aS bækur séu í senn ódýrar og sam-
boSnar menningarþjóS. Starfsemi félagsins Máls og menningar
markaSi tímamót í sögu íslenzkrar bókaútgáfu. AS vísu hafa
svipaSar aSferSir þekkzt áSur á íslandi, en aldrei í slíkum mæli
né meS slíkri stefnufestu. Pörfin á þessari nýbreytni hefur bezt
sézt af því, aS önnur starfsemi meS líku sniSi hefur getað' siglt
í kjölfariS og starfaS í samkeppni viS Mál og menningu, án
þess aS bókasala þess félags hafi minnkaS. Enda mun hafa
komiS meira á prent af góSum bókum á íslenzku síSustu árin
en nokkru sinni áSur.
Sú menningarstarfsemi sem fariS hefur fram í íslenzkum
bæjum og kaupstöSum hefur mótazt á ýmsan hátt af stjórn-
málabaráttunni, ekki sízt á árunum eftir 1930, þegar kreppan
jók andstæSurnar milli verklýSsflokkanna annars vegar og borg-
araflokkanna hins vegar. Meira og meira bar á því aS íhaldssöm
öfl í menningarmálum beittu valdi sínu í aSgerSum og fjárveit-
ingum á þann hátt aS stappaSi nærri fullkominni pólitískri kúgun
og ofsóknum á einstökum stjórnmálaandstæSingum. MeS vaxandi
þrótti verklýSsflokkanna og samfylkingu allra frjálslyndari
menntamanna hefur á allra síSustu árum veriS stigiS drjúgt
spor í áttina til þess aS hrinda af sér slíku ófremdarástandi og
losa íslenzka menningarstarfsemi undan áhrifum manna sem
vilja hafa menningarmál aS pólitískum leiksoppi eSa bitlinga-
lindum. Samhengi þessarar uppreisnar viS pólitíska þróun síSustu
ára er augljóst, og engu síSur viS starfsemi Máls og menningar,
vegna þess aS gegn þeim félagsskap var beitt harSvítugum árásum
sem eingöngu voru af pólitískum toga spunnar.
1 skólamálum hafa orSiS miklar framfarir á síSasta aldar-
fjórSungi. Fjöldi nýrra skóla hafa veriS reistir, og meS fræSslu-
lögunum 1936 var stigiS merkilegt framfaraspor. F*ó er enn langt
í land, aS þessum málum sé enn komiS í viSunandi horf. Á
öSrum staS í þessu hefti er minnzt nokkuS á íslenzk skólamál,
og skal því ekki fariS nánar út í þá sálma hér.
SkerSing á fjárframlögum til kennslumála, bókmennta, lista og
vísinda hefur alltaf veriS eitt fyrsta úrræSiS, þegar til sparnaS-
arráSstafana hefur veriS gripiS. ÁriS 1924 var lögS til kennslu-
mála rúmlega 1 milj. kr., eSa um 11 % af gjöldum ríkisins. SíSan
hefur þessi upphæS hækkaS aS mun, en hlutfalliS viS önnur