Frón - 01.01.1944, Side 62
56
Orðabelgur
síSar skrifar hann Grími fyrsta bréf sitt, og skriíuSust þeir
síSan á meSan báSir lifSu. Kemur þaS strax fram í fyrsta bréfi
Bjarna aS honum fellur vistin í Reykjavík ekki vel: »Uppihald
hér í þessari Tíd, helst í Reikiavík er óþægilegt hvörium Manni
sem elskar Födurland sitt«. Óbeit sinni á Reykjavík hélt Bjarni
alla ævi. Spratt hún af því, aS honum fannst lausung mikil í
bæjarlífinu: »á Sudurlandi eitrar Reikiavík og Gullbringu Sýsla
allt, þángad flyckiast Letíngiar Lausamenn og Fantar, allt giptist
sem giptast vill &c.«, en ekki stafaSi hún þó síSur af hinu, aS
Reykjavík var aSsetur danskra kaupmanna og embættismanna,
en hvorug þeirra stétta var Bjarna aS skapi. Fannst honum þaS
»Daarekiste Idé« aS embættismenn á Islandi væru danskir og
leiSir aS því ýms rök. Ekki er trú hans á íslendingum þó meiri
en svo, aS honum finnst stiftamtmaSur eigi aS vera danskur,
»því í þeirri Stödu mun traudlega nockrum Islendíng vært«. Enda
þótt Bjarni bcri hag Islands mjög fyrir brjósti og vilji ekki láta
Dani ganga á hlut landa sinna, vakir sjálfstæSi landsins ekki
fyrir honum frekar en öSrum samtíSarmönnum hans, og ást
hans á Danakóngi, FriSriki 6., er furSuleg. Talar hann mjög
blíSlega um kóng, kallar hann »Vor kiære gamle Papa« og sver
og sárt viS leggur oftar en einu sinni aS hann elski hann af
hjarta! ÞaS var því næsta hlálegt aS einmitt Bjarni skyldi verSa
fyrir þeirri ákomu, aS sá orSrómur barst út um hann, aS hann
hefSi fyllt FriSrik prins (síSar FriSrik 7.) og komiS honum til aS
þúa sig! Eru þaS býsna brosleg bréf sem Bjarni skrifar út af
þeim orSrómi.
1 bréfum Bjarna til Gríms Jónssonar ber mest á hinum stranga
og áhugasama embættismanni, enda voru þeir starfsfélagar.
Kemur þar víSa fram aS Bjarni vill hafa harSa stjórn og þvinganir
til aS halda alþýSunni í skefjum. Alger undirgefni »maa finde
Sted i Tyende Klassen og blandt de mindre dannede Mennesker
som Bolværk for den nödvendige og retfærdige Lydighed«. I5ó
getur hann ekki hugsaS sjálfum sér aS búa viS slíkt og kveSst
geta fundiS til meS almúganum: »Jeg har tit blevet lidt blöd
om Fliertet naar jeg har seet en talentfuld Almuesmand böje
sig for mig, thi jeg har fölt at jeg havde kun Lykken at takke
for min Overvægt«. Samt verSur þaS aS teljast meir en vafasamt
aS Bjarna hafi hætt til aS verSa »lidt blöd om Hiertet« þegar
hjú eSa einkum lausafólk átti í hlut, því aS þann hluta þjóSar-