Frón - 01.01.1944, Side 25

Frón - 01.01.1944, Side 25
Aldarfjórðungs sjálfstæði 19 á árunum 1920—23 versnaSi fjárhagur ríkisins að mun, svo aS lítiS grynnti á skuldunum. Á þessum árum var árlegur halli á ríkisbúskapnum 2,2—2,6 milj. kr. Þrátt fyrir aukna tolla og skatta tókst ekki aS ná jöfnuSi á ríkisreikningnum sakir erfiSrar afurSasölu og almennrar kreppu. VerzlunarjöfnuSur þessara fjögra ára var óhagstæSur um samtals 14,4 milj. kr. Til þess aS halda atvinnulífinu viS varS óhjákvæmilegt aS fá ný lán, bæSi beint til ríkisþarfa og til bankanna. í árslok 1923 voru beinar skuldir ríkisins, auk ábyrgSar á bankalánum, 18 milj. kr. En á árinu 1924 varS breyting til batnaSar. Hagur ríkissjóSs var réttur viS meS harSvítugum sparnaSaraSgerSum, og afurSa- salan varS meiri og betri en áSur. Á árunum 1924—25 var verzlunarjöfnuSurinn hagstæSur um 30,9 milj. kr. Bætt afkoma landsins sást glöggt á verSsveiflum íslenzku krónunnar. Hún hafSi falliS jafnt og þétt undanfariS, og komst lægst í marz 1924 í 46,8 % af gullverSi. En úr þvi steig hún hratt þangaS til hún var komin í kringum 82 % í árslok 1925. Pegar því marki var náS, var krónan fest viS sterlingsgengiS 22,15, og því hlutfalli viS pundiS var haldiS óbreyttu þangaS til 1939. Skuldir ríkisins lækkuSu einnig á árunum eftir 1924, aS vísu mest á pappírnum vegna gengishækkunarinnar, því aS skuldirnar hafa alltaf veriS taldar í íslenzkum krónum. í árslok 1928 voru beinar ríkisskuldir erlendar og innlendar komnar niSur í 11,5 milj. kr. En aS meS- töldum erlendum skuldum banka og sveitafélaga, sem ríkiS bar ábyrgS á, voru erlendar skuldir á sama tíma 23,1 milj. kr. Árin fram aS 1930 voru uppgangsár, og fjárhagur ríkis og þjóSar stóS meS meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Verzlunin var hagstæS, og framkvæmdir hins opinbera og einstakra manna meiri cn dæmi voru til áSur. En sá böggull fylgdi skammrifi aS margir voru helzt til bjartsýnir og lögSu fé í fyrirtæki sem gáfu ekki strax arS í aSra hönd, ekki sízt bændur. Þeir bættu jarSir sínar og byggSu bæi fyrir lánsfé, enda var nú miklu greiSari aSgangur aS því en fyrr, samkvæmt jarSræktarlögunum frá 1923 og eftir stofnun Byggingar- og landnámssjóSs. En áSur en varSi skall kreppan á, og vextir og afborganir skulda reyndust mörgum sá baggi sem ekki varS undir risiS. Sama var aS nokkru leyti aS segja um ríkisbúskapinn. Skuldir ríkisins uxu eftir 1928, því aS tekjuafgangur ríkissjóSs var lagSur í framkvæmdir frekar en til skuldagreiSslu. 1930 bættist verulega viS skuldabyrSina, þegar ríkiS tók á sig mcginiS af skuldbindingum íslandsbanka, 2*

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.