Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 34
Endurminningin
Eftir A. S. Púsjkín.
Sigfús Blöndal þýddi úr rússnesku.
(Með bragarhætti frumkvæðisins).
Er fyrir moldarbörn dag-glaumur úti er
og yfir þöglum borgarstrætum
nóttin hálfgagnsæja blæjuna breiSa fer
meS blundi, dagsverks launum sætum, —
stund líÖur eftir stund, hraSfleygar fljúga hjá, —
ég festi’ ei svefn í kyrrð og dimmu, —
af kvölum engist ég og sárt mér svíSa þá
samvizku nöSrubitin grimmu.
Draumarnir vella fram, sorganna hrellir her,
og hugrenningar þungar pína,
en Endurminningin þá orSlaus fyrir mér
upp rekur löngu skrána sína.
MeS viSbjóS les ég þar ævinnar skuldaskrá,
ég skelf og bölva lífi mínu,
beisk er mín iSrun þá og beisk mín tárin þá,
en burt ég get ei máS þar línu.
Aths. Petta er eitt af þeim þremur kvæðum, sem Tolstoj taldi bezt
ort á rússnesku, og tók upp í alþýðulestrarbók sína.