Frón - 01.01.1944, Side 50

Frón - 01.01.1944, Side 50
Rannsóknir á náttúru íslands Eftir Guðna Guðjónssorx. ú eru mörkuð tímamót í sögu íslands, þar eð allt bendir i- >1 til þess, að stofnaS verSi íslenzkt lýSveldi. En vandi fylgir vegsemd hverri, og nauSsyn er á því, aS íslenzka þjóSin geri sér ljóst, hvaSa verkefni eru hendi næst. ÞaS þykir sjálfsögS menn- ingarleg skylda hverrar sjálfstæSrar þjóSar, aS rannsaka til hlítar náttúru þess lands, sem hún byggir, og staSfesta meS því eignarrétt sinn á því. í sama tilgangi hafa þær þjóSir, sem eiga nýlendur í öSrum heimsálfum, sent þangaS visindaleiSangra, hvern á fætur öSrum. Auk þess sem slíkt hefur beinlínis menn- ingarlegt gildi, þá eru slíkar rannsóknir nauSsynlegur grund- völlur nýtingar á auSæfalindum landsins. Hvernig er nú þessum málum variS hjá okkur? PaS er til- gangur þessarar greinar aS vekja athygli á þessu atriSi, og í því sambandi er vert aS rifja dálítiS upp af því, sem hingaS til hefur veriS gert á þessu sviSi. Allir kannast viS Eggert Ólafsson, Bjarna Pálsson, Svein Pálsson, Jónas Hallgrímsson og Porvald Thoroddsen. Pessir menn lifSu á þeim tímum, er Island var dönsk hjálenda, og þeim var þaS öllum sameiginlegt, aS þeir ferSuSust um landiS, til þess aS vinna aS náttúrurannsóknum, meS fjárhagslegum styrk dönsku krúnunnar eSa annarra danskra stofnana. Afreksverk þeirra mega heita kunn hverju mannsbarni heima, en hljóSara hefur veriS um arftakendur þeirra, þó ekki vegna þess, aS þeir væru hinum síSri, heldur hafa aSstæSurnar breytzt svo mjög. ÞaS nægir aS nefna menn eins og Bjarna Sæmundsson, Helga Jónsson, GuSmund G. BárSarson og Stefán Stefánsson, sem allir eru liSnir. Pessir menn urSu aS eySa mestum hluta ævi sinnar í aS kenna óþekkum krökkum, og samt liggja eftir þá vísindaleg afköst, sem lengi munu halda nafni þeirra á Iofti. Pau eru unnin í tómstundum og á elliárum fyrir litla eSa enga aukaþóknun. Helgi Péturss fyllir sama flokk, en hann hefur sérstöSu aS ýmsu leyti. Hann vann þegar á unga aldri verk, sem vöktu athygli annarra jarSfræSinga, og allt benti til þess, aS hann ætti eftir aS verSa frægur jarSfræSingur. En hugur hans beindist til annarra himinhnatta.

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.