Frón - 01.01.1944, Side 59

Frón - 01.01.1944, Side 59
Orðsending 53 jafnvel þér sjálfur, sjái, a5 orðið »máluppeldi« í grein minni er ekki samnefni við »íhaldssemi íslenzkukennara«. Ég hefði þó vænzt þess af yður að fara rétt með mál. Svo langar mig til að vitna í nokkrar línur í grein yðar efst á bls. 227: »Höf. hefir látið skilgreiningar náttúruvísindanna, sem hlíta öðrum lögmálum, Ieiða sig hér afvega, og því litið á málið sem alltof einfalt fyrirbrigði. Á þessum misgáningi byggist skoðun höf. um afstöðu málsins til tíðarandans.« 1 fyrsta lagi held ég náttúruvísindunum jafn gaumgæfilega greindum frá málvísindunum eins og sálarfræðinni. Hvorugt þeirra nægir til að skýra hinztu rök málvísindanna. Annars er það segin saga um flesta þá leikmenn, sem hafa af einhverjum ástæðum villzt inn á vettvang málvísindanna, að þeir sækja alltaf skýringar sínar á fyrirbrigðunum í eitt af þrennu, náttúruvísindin, sálvísindin eða þá háspekina. En þeim hefur ekki tekizt enn að skilja og skoða málvísindin frá hinum einu rökréttu forsendum, nl. að þau eru algerlega sjálfstæð vísindagrein út af fyrir sig. Það útilokar ekki, að þau geti tekið hvaða hjálparvísindi í Þjónustu sína, sem vera skal. í öðru lagi er mér það óráðin gáta, hvaða rökfræði þér fylgið, Þegar þér dragið ályktunina: »Á þessum misgáningi byggist skoðun höf. um afstöðu málsins til tíðarandans«. Hvaða mis- gáningi? Að ég hafi greint hugsun og mál sundur? Eða að ég hafi látið náttúruvísindin villa mér sýn? Að mínu viti er þetta hvorttveggja óskylt mál við »afstöðu málsins til tíðarandans«, °g því samkvæmt rökfræði þeirri, sem Aristoteles forðum daga lagði grundvöllinn að, alls óhæft sem forsendur um þessa afstöðu. I’að er minnstur vandinn að peðra orðum eins og »misgáningur«, »villa« með hæfilegu millibili um greinar sínar, án rökrétts sam- hengis við það sem á undan er gengið eða á eftir fer. Þegar hugsunin er óskýr, er hættan mest á að verða ofurliði borinn af »harðstjórn málsins«. l5að sem þér segið svo um íslenzkuna á næstu blaðsíðum er margt sagt af skynsamlegu viti. Þér hafið aðeins hausavíxl á hlutunum, þar sem yður finnst það goðgá að láta tíðarandann hafa nokkur veruleg áhrif á þróun tungunnar, heldur þurfi að skira tíðarandann í deiglu tungunnar. Ef orð yðar eru tekin eins °g þau eru töluð, þá liggur kenning yðar utan við takmörk veruleikans, því að málið getur aldrei haft nein áhrif á tíðar-

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.