Víkurfréttir - 18.12.1980, Side 14

Víkurfréttir - 18.12.1980, Side 14
Fimmtudagur 18. desember 1980 JÓLABLAÐ VIKUR-fréttir Söluíbúðir á vegum Keflavíkurbæjar Á vegum Keflavíkurbæjar er nú í byggingu 12 ibúöa blokk, meö sex 60 ferm. íbúöum og sex 80 ferm. íbúðum aö Heiðar- hvammi 2-4, og er áætlað að þær verði tilbúnar i lok næsta árs, eða i nóvember. Ibúðirnar eiga að seljast fullbúnar með frágeng- inni lóð og bílstæðum og veröur lögð áhersla á aö allt sameigin- legt verði fullklárað, og er vonast til að hægt verði að auglýsa eftir umsóknum um þessar íbúðir í næsta tölublaöi Víkurfrétta, í janúar n.k. Að sögn Guðjóns Stefánsson- ar, formanns byggingarnefndar hússins, verða þessar íbúðir seldar með sérstökum kjörum, og þeir sem ganga fyrir um út- hlutun eru fyrst og fremst þeir sem ekki eiga íbúð fyrir eða búa í ófullnægjandi húsnæði og hafa haft lágar tekjur undanfarin ár. ..Þessum íbúðum eiga að fylgja mjög hagkvæm lán, ef á annað borð er hægt að tala um hagkvæm lán í dag," sagði Guðjón, "það eru lán sem eru ca. 70% af byggingakostnaði og eru til 30 ára. Eftirstöðvarnar, 20- 30%, greiöa kaupendur á byggingartímanum. Síðan við sölu á þessum íbúðum seinna meir, ef til þess kemur, þá eiga íbúðareigendur aö fá verðbóta- framreikninga á það sem þeir hafa lagt í íbúöirnar, þannig að þeirra peningar eiga að vera að fullu verðtryggðir í þessu." (búðir þessar eru byggðar samkv. lögum um leigu- og sölu- íbúðir á vegum sveitarfélaga og eru með hagkvæmari lánum en gengur og gerist á almennum markaði. Aöalverktaki aö byggingunni er Húsagerðin, og sér hún um allt verkið, bæði innan og utan dyra, eða frá upphafi til enda. Flugeldasala Stakks Nú fyrir áramótin, eins og undanfarin ár mun Björgunar- sveitin Stakkur bjóða bæjarbú- um til sölu mikið og gott úrval af flugeldum og blysum. Erþaðvon sveitarinnar að þessi fjáröflun fái sömu móttökur hjá bæjarbúum og áður, en þær hafa verið hreint frábærar. Útsölustaðir í ár verða tveir, einn við Fiskiðjuna og annar í miðbænum. Munu þeir opna strax eftir jól og verða þeir opnir frá morgni til kvölds og fram til klukkan 4 á gamlársdag. Björgunarsveitin vill þakka Suðurnesjamónnum fyrir viðskiptin og veittan stuðning undanfarin ár og brýna fyrir fólki að fara gætilega meðflugeldaog blys, lesa leiöbeiningar sem fylgja og eiga gleðileg og slysa- laus áramót. Jólatónleikar í Ytri-Njarð- víkurkirkju Jólatónleikar Tónlistarsk í Njarðvík verða í Ytri-Njarðvíkur- kirkju í kvöld, fimmtudaginn 18. desember, kl. 20. Þar munu nemendur skólans leika jólalög, bæði einleik og sameiginlega, lúðrasveit leikur, tveir kórar koma fra, kór söng- nemenda og svo yngri deildin. Efnisskrá verður fjölbreytt aö vanda. Aögangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. SUÐUR I___ óskar viðskiptavinum sínum á Suðurnesjum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS. BRUNABOTAFELAG ISLANDS HF. Keflavík - Njarðvík HILLUVEGGIR Ótrúlegalágt verð egi 14, Keflavík - Sirni 3377 Kr. 319.000 Komið og skoðið jólagjafaúrvalið hjá okkur.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.