Víkurfréttir - 18.12.1980, Síða 21

Víkurfréttir - 18.12.1980, Síða 21
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 Nær aidargömul drög að listiðn í Keflavík verslaðli kaupmaöur Duus ásínum tima og enn standa eftir nokkrar minjar þessa danska kaupmanns og þykja nú merkileg nokk. Þetta eru tvö gömul verslunarhús. „Gamla búöin" er annað þeirraog þarvar höndlaö með allan almennan varning og hefur sjálfsagt veriö ekta krambúð sem þær voru gjarna, en í leiöinni „stór-maga- sín“. Gamla búöin var reist 1873 og hefur því náð árhundraðinu. Nokkru fyrir þann tíma var „Bryggjuhúsið ‘ byggt, þar sem bæði var vörugeymsla og verkun á saltfiski, því þá var lífið salt- fiskur fram í fingurgóma. Inni í Bryggjuhúsinu, uppi i risi, er stórt hjól, eins konar „talía" sem notuð var til að vega upp vörur upp um þar til gerðar lúgur. Síðan hefur þetta hús gegnt ýmsum hlutverkum, þar var eitt sinn netaverkstæöi á efri hæðinni og þurrkhús á sama tíma, á neðri hæðinni. Keflavik hf. á nú bæöi húsin og rekursalt- fiskverkun í Bryggjuhúsinu. í gamla daga var bryggja fram af húsinu. íbúðarhúsi Duus hefur hins vegar verið rutt úr vegi. Rétt hjá þessum mannvirkjum stendur gamall og feiki haglega geröur steinveggur, reistur af Símoni Eiríkssyni, steinsmið, sem einnig hjó til grjótið. Og það átti að búa til lystigarð. Þetta var rétt fyrir aldamót að Símon hófst handa um þetta verk og því var ekki lokið nema að hálfu leyti þegar Duus hætti að versla um 1920. Allar hugmyndir um lysti- garð kollvörpuðust og stein- veggjasmíði einnig, í það sinnið. Sextán árum seinna keypti hrað- frystihúsið Keflavík hf. lóðinaog reisir frystihús, sem er nú örugg- lega geymt innan rammgerðra veggjanna. í skipulagi fyrir Keflavík og Njarövík fyrir tímabilið 1970- 1990 er ráðgert að friða Duus- húsin og gamla steinvegginn sömuleiðis og ku vera almennur áhugi fyrir þvi. TILKYNNING KEFLAVÍK - NJARÐVÍK - GRINDAVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð nr. 16/1978 er hverjum og einum óheimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hygja á sölu framangreinds varnings sendi unsóknir sínar til yfirlögregluþjóns í Kefla- vík, eigi síðar en 20. desember 1980. Að öðrum kosti verða umsóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóm á lögreglustöðinn í Keflavík. Lögreglustjórinn i Guilbringusýslu Bæjarfógetinn í Keílavík, Grindavík og Njarðvík Brunavarnir Suðurnesja Auglýsing um tímabundna umferðar- takmörkun í Keflavík Frá föstudegi 5. desembertil miðvikudags31.des- ember 1980, að báðum dögum meðtöldum, er vöruferming og afferming bönnuð á Hafnargötu á almennum verslunartíma. Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nærliggjandi götur, ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa sííkt til kynna. Keflavík, 2. desember 1980. Lögreglustjórinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.