Víkurfréttir - 18.12.1980, Síða 29

Víkurfréttir - 18.12.1980, Síða 29
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 Olíuhöfn í Mikið hefur verið rætt nú síðustu daga og vikur um hvort leyfa eigi Bandaríska varnar- liðinu á Keflavikurflugvelli, að reisa nýja olíugeyma og olíu- löndunaraðstöðu I og við Helguvík. Megin ástæður þess að málið er svo mikið til umræðu nu, sem raun ber vitni um eru : Ifyrsta lagi kom fram nú i sumar skýrsla nefndar, sem hafði veriö faliö að skoða máliö og gera tillögur um lausn þess, en nefnd þessi var skipuö fulltrúum utanrikisráðu- neytisins og varnarliðsins, (ööru lagi hefur á Alþingi verið lögð fram þingsályktunartillaga, þar sem utanríkisráðherra er falið, að hraða svo sem kosturerfram- kvæmdum við Helguvík. Þingsályktunartillaga þessi er fyrst og fremst lögð fram vegna þeirra umræöna, sem fram höfðu farið um skýrslu fyrrnefndrar nefndar og ef til vill ekki síður vegna viðbragða flestra Alþýðu- bandalagsmanna við málinu. Það skal tekið fram strax til upplýsinga, að undirritaður var staddur erlendis þegar þings- ályktunartillaga þessi var lögð fram svo ég hafði ekki kost á því, að gerast meðflutningsmaöur hennar. En taka vil ég fram, að engum treysti ég betur, en núverandi utanríkisráöherra, Ólafi Jóhannessyni, að koma þessu hagsmunamáli í höfn. En lítum nú aðeins á staðreyndir málsins. Varnarlið- ið mun nú hafa 19 tanka undir eldsneyti, sem sumir eru niður- grafnir en aðrir ofanjarðar. Allir munu þessir tankar byggöir á síðustu árum síðari heimstyrj- aldar ogfram undir 1950/1951 og þá til bráöabirgöa. Tankarnir eru allir staðsettir yfir vatnsbólum Njarövíkur, sem trúlega er sam- tengt vatnsbólum Keflavíkur. En eins og kunnugt er eru vatns- holur þessara byggðarlaga innan við 40-50 m. djúpar, svo mengunar-hætta þeirra er mikil, ef olía í litlu eða miklu magni færi út i jarðveginn. Og slysið gæti skeð, því dæmi eru til þess, að Helguvík? olía skili sér í gegnum jarðlög eftir allmörg ár jafnvel 20-30 árum eftir að olían helllist niður. Um ástand geymanna fer ég ekki mörgum oröum, þeir gætu þess vegna gefiö sig eftir stuttan tíma og ekki er varlegt að treysta þeim nema allra næstu ár. Ástand geyma varnarliðsins i Hvalfirði mun jafnvel enn verra, að minnsta kosti eldri geymanna, utan þess, að þeir eru ekki stað- settir við þétta byggö. Ég læt þetta duga um tankana, en minni jafnframt á, að þeir eru svo nærri byggðinni, að það mun vera innan við 200m. að næsta íbúö- arhúsi, svo frá öryggissjónar- miði þarf aö flytja þá hið fyrsta. Nokkur orð um uppskipunar- aöstöðuna við Keflavíkurhöfn og lagnarinnar þaöan og aðtönkun- um. Olíuuppskipunaraöstaöa í eða við fiskihöfn er fráleit. Það hafa þegar oröiö 2 óhöpp við höfnina, bæöi hefðu getað orðiö stórslys, en urðu sem betur fer ekki. Lagnirnar frá höfninni eru eins og tankarnir orðnar gamlar og skera byggöina, svo að til vandræða er. Aöalókostir núverandi fyrirkomulags er: ajMengunarhætta vatnsbóla. b) öryggisatriði v/ nálægðar byggða. c) Skipulags-óhagræöi. d) Uppskipun í fiskihöfn. e) Ástand og aldur tanka og lagna. Auk fyrrnefndra atriða vil ég nefna eitt til viðbótar við lýsingu á núverandi ástandi og það er akstur eldsneytis frá Reykjavík og Hafnarfirði til Keflavíkurflug- vallar vegna íslenska flugflotans og alls flugs utan herflugs. Þetta munu vera um 65.000 tonn á ári að meðaltali. Eins og allir vita hafa orðið óhöpp og slys vegna þessa aksturs, fyrir utan verulegt slit á veginum. Það er mál, að þessum akstri linni. Það eru orðin allmörg ár síðan sveitastjórnirnar í Keflavík og Njarðvík í samráði við stjórn Landshafnarinnar hófu umræð- ur um þetta vandamál og fóru að móta kröfugerð á hendurvarnar- liðinu um úrbætur. Eitt af því fyrsta, sem samkomulag var um hjá þessum aðilum var, að nauðsynlegt væri, aö samkomulag næðist um nýjan stað fyrir tankana, sem siðan væri hægt að krefjast fram- kvæmda á. Hafin var frumkönnun á stað- arvali og eftir allítarlega könnun urðu allir á eitt sáttir um, að heppilegasti staðurinn væri Helguvík. Ástæður þess vals voru margar, en þessar helstar: a) Staðurinn í útjaðri væntan- legrar byggðar. b) Grunnvatnsrennsli til sjávar og því takmörkuö hætta á mengun vatnsbóla. c) Dýpi það mikið að löndun er framkvæmanleg. d) Lagnir færu neöanjarðar í útjaðri byggöar til væntanlegrar flugstöðvarbyggingar og síðan ofan byggöar til varnar- liðsins. Að sjálfsögðu yrðu allar fram- kvæmdir gerðar með tilliti til ítrustu krafna og nútíma þekkingar til að draga úr mengunar- og slysahættum. Bæta má við, að verði við þetta, að skerða byggingamöguleika á þessu svæði, þá bætast þeir að fullu og vel það á þvi svæði, sem losnar þegar núverandi tankar og lagnir hverfa. Nefnd sú, sem fyrrverandi utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal skipaði í september 1979 og lauk störfum siðastliöið sumar komst aö sömu niöur- stöðu og heimamenn, þ.e. að af þeim stöðum sem til greina kæmu, væri Helguvík heppileg- ust ásamt þvi, að staðfesting fékkst á, aö Bandaríska varnar- liðið og NATO myndu greiöa allan kostnaö vegna þessara framkvæmda. Með tilliti til þess, sem ég hef nú rakið, þ.e. aö staðsetningin er talin heppileg af þeim, sem til þekkja og fjármagn er tryggt til framkvæmdanna, þá legg ég áherslu á, að hafist verði handa sem allra fyrst, en minni jafnframt á, að samhliða verður aö leysa þann vanda, sem er vegna þess mikla aksturs með brennsluefni um Reykjanes- braut. Jóhann Einvarðsson. TILKYNNING UM Áramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramótabrennu, ber að sækja um leyfi til Slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðarmaður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða fjarlægöar. Umsóknir berist fyrir 20. desember 1980. Lögreglan i Keflavík, Grindavík, Njarövik og Gullbringusýslu Brunavarnir Suöurnesja Teppahreinsun Húseigendur. Nú er rétti tíminn til að láta hreinsa teppin fyrir jól. Góðfúslega gerið pantanir tímanlega. Ath. Tekið á móti pöntunum á Ökuleiðum, sími 2211, og heimasíma 7271. JÓN SIGURBJÖRNSSON

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.