Víkurfréttir - 18.12.1980, Síða 31

Víkurfréttir - 18.12.1980, Síða 31
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 TÓMAS TÓMASSON: Verða bráðnauðsynlegar mengunarvarnir Keflavlkur og Njarðvlkur látnar víkja fyrir hagsmunum heimskommúnismans? Ég býst við því, aö það séu fleiri en íbúar Keflavíkur og Njarövíkur, sem bíða svars viö þessari spurningu meö nokkurri eftirvæntingu. Svariö brennurhinsvegarfyrst og fremst á okkur, íbúum þessara tveggja bæja. Ég trúi því, aðallir hérum slóð- ir viti tilefni þess, aö svo er spurt, og þarf því ekki aö rekja ýtarlega málavexti. En tilefnið er auövitað sú stór- kostlega hætta, sem bæjunum tveim er búin af gömlum og úr sér gengnum eldsneytistönkum flugvallarins, sem teygja sig niö- ur í ranann milli bæjanna og eru nú í steinsnars fjarlægö frá næstu húsum í báðum bæjunum. Vatnsból bæjanna eru svo sitt hvorum megin viö tankasvæðið. OLfUTANKARNIR HÆTTULEGIR Við búum því við stórfellda hættu af þessum gömlu oliu- geymum, og má hvenær sem er búast við, að þeir gefi sig vegna tæringar. Enginn veit um hugs- anlegan leka olíu, sem mengar smám saman jaröveginn, og það er fremur guðsmildi en nokkuð annað, að vatnsból hafa ekki þegar mengast af þessum sök- um meir en gerst hefur. En tank- arnir gætu ekki síður brostiö og olian flætt úr þeim með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir byggðarlögin. Það þarf ekkert styrjaldarástand til þess aö svo gæti fariö, ég gæti trúað að þeir myndu springa með hroöalegum afleiðingum fyrir ibúa beggja bæjanna, ef flogiö væri lágt og harkalega yfir þá. Auk hinnar háskalegu hættu á mengun vatnsbólanna og beinn- ar hættu á olíuflæöi af tanka- svæðinu, þá hefur einnig verið bent á að tankasvæöið og olíu- leiöslan frá Keflavíkurhöfn, hafa mjög staðið í vegi fyrir fram- kvæmdum og eðlilegri uppbygg- ingu ísamræmi viöskipulag bæj- anna, í Keflavík á sjálfu hafnar- svæðinu, en i Njarðvík á mikil- vægu byggingarsvæöi. Einnig hefur verið vakin at- hygli á hinni miklu hættu, sem stafar af hinum miklu eldneytis- flutningum til flugvallarins eftir Reykjanesbraut. Þegar á allt þetta er litið, þá skyldi engan undra að þessi mál hafi oft boriö á góma á vettvangi sveitarstjórna beggja bæjanna, og í 15 til 20 ár hafa mál þessi af og til veriö þar til umræöu, en með stöðugt meiri þungaeftir því sem tímar hafa liöiö, en tvær síð- ustu sameiginlegar ályktanir bæjarráða beggja bæjanna, frá 20. marz 1978 og 31. júli 1980, tala hér um skýrustu máli, en þar er bæði bent á leiðir til úrbóta og stjórnvöld hvött til þess að hraða brýnum aðgeröum til úrbóta svo sem nokkur kostur er á. Eftir ýtarlega könnun og að fengnu áliti sérfróðra manna og sérhæfðra stofnana, hefur mönnum almennt komið saman um, aö happadrýgsta lausnin á þessu vandamáli sé gerð upp- skipunarhafnar í Helguvík og oliugeymasvæði gert við vikina, en þessari hugmynd hafði mjög snemma skotiö upp i umfjöllun málsins hjá sveitarstjórnunum. RÖK MEÐ FRAMKVÆMDUM f HELGUVfK Þau rök, sem helst styðja það staðarval, að mínu viti, eru þessi: Mjög góð aöstaöa er þar til hafnargerðar, sem þörf er fyrir. Aðdýpi mikiö og því auðvelt að koma stórum olíuskipum í höfn- ina. Könnun sem gerð var á vegum Hafnarmálastofnunar- innar á árinu 1977, staöfestir þetta. Sama varö einnig niðurstaða nefndar, sem utanríkisráöherra skipaði í októ- ber 1979 til þess að gera tillögu um málið. ( annan staö verður ekki séð, að frá oliubirgöastöö þar stað- settri ,,stafi nokkur hætta á mengun vatnsbóla eða grunn- vatns, sem notað verði nú eða i framtíðinni", svo að notuð séu orð Jóns jónssonar jaröfræðings en hann er einn þeirra sérfróðu manna, sem leitað hefur verið álits hjá í sambandi viö þessi mál. Hann er einn af alfróöustu mönnum um jarðfræði Reykja- nesskagans og hefur starfað að grunnvatnsrannsóknum hér á skaganum um langt árabil, og er því óhætt að leggja mikið upp úr áliti hans. Aö sjálfsögöu ber aö taka það fram, eins og Jón gerir, að fyllsta öryggis verði gætt við gerð birgðastöðvarinnar og um- búnaður allur í fyllsta samræmi við nútímakröfur. f þriðja lagi sér Náttúruvernd- arráð ekki ástæöu til þess að mæla gegn olíubirgðastöö á þessum stað, en athugun ráðsins hafði einmitt beinst að því, hvort náttúruminjar eða lífríki geti stafaö hætta af slíkri starf- semi í Helguvík. Leitaöi ráðið álits bæði Jóns Jónssonar og annarra sérfræðinga, áður en þaö gaf álit sitt. I fjórða lagi er staðurinn tals- vert utan við alla byggð eins og hún nú er, og við síðara fullnað- arskipulag verður unnt aö taka fullt tillit til hafnarinnar og stöðv- arinnar. í fimmta lagi sýnist mér til við- bótar þessu einsýnt að væri komin hafnaraöstaða í Helguvik, þá yrði þar skipaö á land öllum varningi til flugvallarins, og legðust þá niður hinir stórmiklu vöruflutningar eftir Reykjanes- braut til flugvallarins. Én hvort tveggja er, að af þeim stafar bæði umferöarhætta og slit á veg- inum, auk þess sem atvinna myndi skapast fyrir heimamenn. FURÐULEG VIÐBRÖGÐ KOMMÚNISTARÁÐHERRA Þegar þetta mál virtist komið á góðan reksþöl nú í haust og menn voru farnir að sjá fyrir að framkvæmdir gætu hafist innan tiðar, en vitaö er að verkiö tekur mörg ár og allur dráttur getur því oröið dýrkeyptur, þá skeðu þau undur, að ráðherrar kommúnista í rikisstjórninni hótuðu stjórnar- slitum, ef reynt yrði með þessum hætti að bægja voða frá dyrum okkar, íbúanna í Keflavík og Njarðvík. Þeir sögðust að vísu vilja leysa vanda okkar með „öðrum hætti", en þeim sem hlustuöu á Svavar Gestsson ráð- herra, í sjónvarpsþætti um þetta mál, ætti að vera Ijóst, að þessir „aðrir hættir" eru ekki til, eða að minnsta kosti ekki í sjónmáli. Honum datt i hug að reisa birgðastöðina lengra inni á flug- vallarsvæðinu, fjær byggðunum. Sú hugmynd leysirekki uppskip- unarhafnarvandann - flutning hennar úr fiskihöfninni i Kefla- vik - og af álitsgerö Jóns Jóns- sonar má ráða að vatnsbóla- og grunnvatnsmengun er þá enn I fyrir hendi. Ráðherranum datt einnig í hug Innri-Njarðvík. Það var valkostur, sem sveitarstjórn- armenn höfðu einnig látið sér koma til hugar, en honum var hafnað eftir rækilega skoðun. Þar er t.d. aögrunnt og því erfitt að koma þangaö stórum skipum. Byggð er einnig þegar allmikil í Innri-Njarðvík. Afstaða ráðherra kommúnista til þessa máls, sem getur orðið og er lifshagsmunamál byggðar í Keflavík og Njarövík, er vægast sagt litt skiljanleg og virðist ekki eiga rót sína að rekja til annars en þess, aö þeir telji sér skyldara að þjóna heimskommúnisman- um í baráttunni gegn varnarstöð- inni heldur en lífshagsmunum nærri níu þúsund íbúa Keflavík- ur og Njarðvikur. Þaö er hins vegar ágætt að þessi afstaöa Svavars Gestsson- ar er nú lýöum Ijós, og hallast þá ekki á dróginni, þegar annar ráð- herra kommúnista sér þá leið besta i virkjunarmálum og at- vinnumálum þjóðarinnar, að skrúfa fyrir stóriðjuver og svipta 600-800 manns atvinnunni. Ég vil undirstrika, að hann ætlaði sér einnig aö leysa vanda þeirra, sem atvinnulausir yröu, með „öðrum hætti". ÓGERLEGT AO BfOA EFTIR „ÖÐRUM HÆTTI" Aö lokum vil ég benda á, að varnarstööin á flugvellinum er staöreynd, sem verður í þessu máli að taka fullt tillit til, hvaða skoðun sem menn hafa á dvöl varnarliös hér á landi. Ég bendi einnig á, aö eldsneytisbirgöa- stöð er jafn nauösynleg viö völlinn þó varnarliöið hyrfi á brott, svo lengi sem hér verður rekinn flugvöllur. Og í þessu máli legg ég áherslu á aö hagsmunir varnarliðsins mega á engan hátt sitja í fyrirrúmi. En það er jafn Ijóst að okkur er ögjörlegt að bíða eftir lausn með „öðrum hætti" við það hættu- ástand sem við búum við, og það eru miklu fleiri en ég, sem teljum að framkvæmdir til úrbóta hafi þegar dregist alltof lengi. Því skora ég á rétt stjórnvöld, að hefjast þegarhanda um nauð- synlegan undirbúning fram- kvæmda, og svara þannig kröft- uglega neitandi þeirri spurningu, sem varpaö var hér fram í upp- hafi.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.