Víkurfréttir - 18.12.1980, Qupperneq 46

Víkurfréttir - 18.12.1980, Qupperneq 46
Fimmtudagur 18. desember 1980 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Karl G. Sigurbergsson: Oliuhöfn og birgðastöð í Helguvík er óæskileg Allt frá því að Keflavikursamn- ingurinn var geröur við Banda- ríkin 1945 og Island var keyrt inn í NATO árið 1949, hafa her- stöðvaandstæðingar að frum- kvæði sósíalistafl. og síöar al- þýðubandalagsins varaö við margs konar áhrifum af veru Bandaríkjahers hér í Miðnes- heiöi, þar með talinni hvers konar mengun. I mörg ár hafa Njarövíkingar sérstaklega varað viö hættu af völdum mengunar frá olíugeymum ..varnarliðsins" í heiðinni ofan byggðarinnar. Full- trúi Alþ.bl. í bæjarstjórn Njarð- víkur hefur einkum bent á þessa hættu og krafist úrbóta. Aörir sveitarstjórnarmenn á svæðinu hafa tekið undir þá kröfu, sem von er. En menn greinir á um leiðir. A það skal minnt hér, að fulltrúar Alþ.bl. hafa aidrei slegið af þeirri kröfu, að öruggasta vörnin gegn mengun er, að herinn hverfi burt af landinu með allt sitt drasl. Ein hugmynd, sem fram hefur komiö til varnar aðsteðjandi mengunarhættu, er svokölluö Helguvíkurframkvæmd. Égtelþá hugmynd ekki til varnar, heldur öfugt. Hún felur í sér mikla hættu, þar sem um er að ræða meira magn af eldsneyti en verið hefur hér hingað til á vegum hersins, og býður því upp á meiri umsvif af hersins hálfu og þar með meiri mengunarhættu. Vandinn er fluttur til á svæðinu og aukinn um leiö. Mál þetta er í mínum huga tví- þætt: Annars vegar er um að ræða, að fyrirbyggja svo sem kostur er mengun frá olíutönk- um og mengun af völdum með- feröar á olíu á Keflavikurflugvelli. Hins vegar, að losna viðlöndun á oliu til hersins úr Keflavíkurhöfn og leiðslur þaöan vegna dæling- ar upp á völl í gegnum byggðina, þar sem leiöslan og tankarnir standa í vegi fyrir eðlilegu skipu- lagi Njarðvíkurbæjar og Lands- hafnarsvæðisins. AÐGERÐIR GEGN MENGUN Með tilliti til þess, að engin breyting verði á umfangi og stærð herstöðvarinnar í út- þensluátt, er hægt að leysa fyrra atriðið á þann veg að byggöir veröi nýir tankar í stað þeirra gömlu, en á öðrum stað. Tank- arnir veröi af þeirri gerð og frá- gangi, sem itrustu kröfur og reglur kunna aö segja til um. Þeir veröi staðsettir ofan við alla byggð og væntanlegan veg til Sandgerðis, t.d. á líkum stað og ráðgert er samkvæmt frumhug- mynd af Helguvíkur-fram- kvæmd. ( þeirri hugmynd er nefnilega gert ráð fyrir átta oliu- tönkum á tveim stöðum við Keflavíkurflugvöll. Þess vegna sýnist mér alveg eins hægt aö hafa þar 4 eða 5 til viðbótar. Geymslurými gömlu tankanna sem þá yrðu fjarlægðir, mun vera ca. 60 þús. rúmmetrar. Meö hlið- sjón af minnkaðri olíuþörf á Keflavíkurflugvelli, vegna til- komu hitaveitunnar, er réttmætt að stærð hinna nýju tanka minnki sem því nemur, eða þeir verði ca. 48-50 þús. rúmm. að geymslurými. Á þennan veg tel ég að hægt sé að koma í veg fyrir þá hættu, sem af gömlu tönkunum stafar. Tönkum, sem hróflað var upp í hasti, án nokkurra krafna um mengunarvarnir. Kröfum um fyllstu aögerðir til varnar meng- unar af völdum hersins, verður að fylgja fast eftir á meðan hann dvelur hér, þótt kalla megi það öfugmæli, þar sem um svokallaö „varnarlið" er að ræða. PÓLITÍSKT MÁL - STÓRHÖFN Hitt atriðiö, löndunaraðstað- an, er varhugaverðara að mínum dómi. Þar er um stór pólitískt mál að ræða. Þar er tekist á um það, annars vegar að halda í við út- þensluöflin á sviði hernaöar á norðanverðu Atlantshafi og þá einnig hér á Islandi, og hins veg- ar aö veita hernaðaröflunum fullt frelsi til að vigbúast hér eins og þeim besthentar.ántillitstilþess í hvaða tvísýnu islenskum hags- munum er stefnt i leiðinni, og þá sérstaklega íbúum í næsta ná- grenni við herstöðina Ef gengið er út frá þvi, að út- þenslustefna á sviði hernaöar hafi ekki forgang hér, allt inn á gafl hjá ráöamönnum þjóðarinn- ar, leyfi ég mér að véfengja nauö- syn þess að byggð verði Stór- höfn i Helguvik. Oliuafgreiðslu- höfn vegna okkar eign þarfa er nægjanleg til næstu framtíðar við Vatnsnesið eins og verið hef- ur. Tankar eru þartil móttöku og geymslu á olíuvörum til útgeröar og annarra nota. BP-tankar eru staösettir í Y-Njarðvík í sama skyni. Möguleikar á stækkun hafna hér á Suöurnesjum til aö sinna eölilegum þörfum okkar íbúanna sjálfra, eru fyrir hendi, með bættri aðstöðu og uppbygg- ingu i þeim höfnum, sem til eru í dag. Og ekki siður með skipu- lögöu samstarfi á milli þeirra allra. Stórhöfn i Helguvfk er því næsta óþörf okkar vegna, þótt vissulega séu þar skilyrði til hafnargeröar. AÐDRAGANDI ( marzmánuöi 1977 sendi þá- verandi formaður hafnarnefnd- ar, Oddbergur Eiríksson, þáver- andi bæjarstjóra Keflavikur, Jóhanni Einvarðssyni, bréf varö- andi svonefnt oliumál. Þar segir orðrétt: „Varnarmálanefnd hef- ur fengið gömul gögn um hafn- argerð á svæði Landshafnarinn- ar, sem hugmyndir voru uppi um að byggð væri af Bandaríkja- mönnum". ( þessu bréfi segir, að vitamála- stjóri hafi verið spurður hvort hann vildi formlega mæla með höfn i Helguvík sem lausn á mál- inu. ( niðurlagi bréfsins er skýrt frá svari vitamálastjóra, en þaö er á þá lund, að hann kveðst ekki til- búinn til að gefa bindandi álit, þar sem fleiri staðir gætu komið til greina við ítarlega athugun. ,,Nefndi hann sem dæmi aðstöðu, sem gerð væri við garð frá l-Njarðvík, hefði sú lausn auk þess þann kost að hún mundi bæta aðstöðu við önnur hafnar- mannvirki í Njarðvik". Lokaorð bréfsins eru þessi: „Þann 8.3. var fundur í hafnarstjórn landshafn- arinnar í Keflavik-Njarðvík og var þetta mál rætt þar og leist stjórn- armönnum mjög vel á þessa lausn". HVERT FÓR ÁHUGINN? Hvað varð um áhuga manna fyrir þessari lausn? Svariö felst í tillögu til þings- ályktunar: Um olíuhöfn og birgðastöð I Helguvík. Flm. Ólafur Björnsson, Karl Steinar Guðnason o.fl. Tillagan felur í sér, að hraöai verði framkvæmdum í Helguvik á grundvelli samkomulags, sem undirritað var f nefnd skipaöri af utanríkisráöherra og fulltrúum varnarllösins I umboði NATO 23. mai sl. Mig grunar, að þegar umboðsmenn NATO komu fingrum i útfærslu hugmyndar- innar hafi varla verið um annað rætt, en olíu- og birgðastöð af stærðargráðu er Helguvik hefði upp á að bjóða. Þess vegna er Leiðrétting á kauptöxtum v/tímamældrar ákvæöisvinnu við ræstingar Tímamæld ákvæöisvinna viö ræstingar Tímabilið kl. 08-21 mánudaga-föstudaga 3509 Tímabilið kl. 21 -08 og laugar- og sunnud. 4233 Uppmælt vinnupláss pr m2 á mán. F. árið E. 1 ár Gólfræsting .............. 951 968 Fimleikahús, áhaldaherbergi 826 840 Salerni .................. 1072 1091 VSFK VKFKN

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.