Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 2
Veður
Suðvestan og vestan 3-10 m/s í dag.
Skýjað veður og smáskúrir, en þokka-
legir sólskinskaflar austanlands. Hiti
10 til 18 stig, hlýjast á Norðaustur- og
Austurlandi. sjá síðu 50
Herskip í höfn
Spænska herskipið Mendez Nunes er í Reykjavíkurhöfn við Skarfabakka ásamt portúgalska herskipinu Alvares Cabral. Bæði skipin eru hér á
vegum Atlantshafsbandalagsins og verða við æfingar í Atlantshafi næstu vikurnar. Almenningur getur skoðað skipin um helgina. Fréttablaðið/Ernir
Langtíma
leigusamningur
Sveigjanleiki
24/7 þjónusta
almennaleigufelagid.is
umhverfismál Íbúar og ábúendur
í Dyrhólahverfi krefjast þess að
Umhverfisstofnun hætti við fyrir-
hugaðar framkvæmdir í fuglafrið-
landi eyjunnar. „Við fórum á fund
í vikunni með Umhverfisstofnun
og settum fram þá kröfu að stöðva
strax fyrirhugaða lagningu bíla-
stæðis yfir stærsta varpsvæði krí-
unnar í eynni,“ segir hún.
Hún segir ástandi Dyrhóla-
eyjar hafa hrakað mjög með auknu
aðgengi og ferðamannafjölda í
eynni. Um 4.500 manns heimsæki
Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag
koma á bilinu 90-150 bílar í eyna
á hverri klukkustund. Umhverfis-
stofnun vill fjarlægja gamla bíla-
stæðið á Lágey og gera nýtt bíla-
stæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu
og þar á líka að vera klósettaðstaða.
Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er
álíka stórt og núverandi bílastæði
sem annar auðvitað ekki þeim
fjölda sem kemur nú,“ segir Eva
Dögg.
Salernisaðstaða í eynni hefur
verið lokuð í allt sumar. Því hefur
saur og klósettpappír verið að finna
víða um eyna. Ábúendur og íbúar
segja að friðlandið sem áður var
náttúruparadís, standi ekki undir
nafni. Þá fara bændur á svæðinu
fram á að Umhverfisstofnun bæði
stöðvi framkvæmdirnar og leggi
fjármagn sem til þeirra var ætlað í
rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á
eðli og hegðun gesta svæðisins og
þolmörkum þess.
Snorri Baldursson formaður
Landverndar, segir kríuna hafa
flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir
tveimur árum. Varpið hafi ekki
verið á umræddum stað þegar
framkvæmdir voru ákveðnar
og Umhverfisstofnun hljóti að
taka mið af breyttum aðstæðum.
„Aðstæður geta breyst mjög hratt
og það þarf að vera möguleiki á að
bregðast við þeim,“ segir Snorri en
eigendur gerðu ekki athugasemdir
við deiliskipulag fyrir tveimur
árum.
Honum finnst koma til greina að
takmarka fjölda gesta í eyna. „Það
má fara að huga að því að takmarka
umferð í eyna og það þarf að rann-
saka hvað eyjan þolir marga ferða-
menn á dag. Kannski er rétt að gera
tálma. En svo getur fólk líka gengið
og þá er hægt að nota almennings-
samgöngur,“ segir Snorri.
kristjanabjorg@frettabladid.is
Vilja ekki bílastæði yfir
kríuvarp í Dyrhólaey
Leggja á bílastæði yfir stærsta kríuvarpsvæði í Dyrhólaey. Íbúar og ábúendur
krefjast þess að fyrirhugaðar framkvæmdir verði stöðvaðar. Allt að 4.500 manns
heimsækja eyjuna á dag. Saur og klósettpappír víða að finna um móa og mela.
Dyrhólaey er fuglafrið-
land sem var friðlýst árið
1978 að frumkvæði og ósk
bænda í Dyrhólahverfi.
Markmiðið með friðlýsing-
unni var að vernda eyna sem
einstakt náttúrufyrirbrigði
og ekki hvað síst að vernda
það fugla- og dýralíf sem í
henni var.
Ásókn á svæðið er mikil en 90 til 150 bílar keyra í eyna á klukkustund. mynd/Eva
viðskipti Bankaráð Landsbank-
ans hefur ákveðið að höfða mál
fyrir dómstólum vegna sölu á 31,2
prósenta hlut bankans í Borgun í
nóvember 2014 til hóps fjárfesta
og stjórnenda Borgunar árið 2014.
Síðan þá hafa arðgreiðslur til hóps-
ins sem keypti hlut Landsbankans
í Borgun numið 932 milljónum
króna á tveimur árum.
Í tilkynningu kemur fram að
bankaráðið telji að bankinn hafi
farið á mis við fjármuni í viðskipt-
unum þar sem bankanum hafi ekki
verið veittar nauðsynlegar upp-
lýsingar.
Helga Björk Eiríksdóttir, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
segir að ekki sé búið að taka frekari
ákvarðanir en að höfða dómsmál.
Því væri ekki búið að ákveða hverj-
um yrði stefnt eða hvenær dóms-
málið yrði höfðað.
Í lok síðasta árs kom í ljós að
Borgun fengi milljarðagreiðslur
vegna valréttar sem Visa Internat-
ional nýtti til að kaupa Visa Europe.
Landsbankinn segist aldrei hafa haft
vitneskju um að Borgun ætti rétt á
greiðslum vegna valréttarins. – ih
Landsbankinn
höfðar mál
vegna Borgunar
landsbankinn segist hafa tapað fé við
söluna á borgun þar sem bankanum
hafi ekki verið veittar nauðsynlegar
upplýsingar. Fréttablaðið/anton brink
stjórnmál Birgitta Jónsdóttir,
þingmaður Pírata, hlaut efsta sætið
í sameiginlegu prófkjöri flokksins
fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suð-
vesturkjördæmi. Niðurstöðurnar
voru birtar í gær.
Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi
þingmaður Pírata, hlaut annað
sætið og Ásta Guðrún Helgadóttir
þingkona það þriðja.
Næstu sæti skipa svo þau Björn
Leví Gunnarsson, Gunnar Hrafn
Jónsson, Þórhildur Sunna Ævars-
dóttir, Viktor Orri Valgarðsson,
Halldóra Mogensen, Andri Þór
Sturluson, Sara E. Þórðardóttir
Oskarsson og Þór Saari. – aí / fbj
Þingmenn efstir
í prófkjöri
birgitta
Jónsdóttir,
þingmaður Pírata
1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 l A u g A r D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
1
3
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
4
0
-7
C
B
8
1
A
4
0
-7
B
7
C
1
A
4
0
-7
A
4
0
1
A
4
0
-7
9
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K