Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 2
Veður Suðvestan og vestan 3-10 m/s í dag. Skýjað veður og smáskúrir, en þokka- legir sólskinskaflar austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. sjá síðu 50 Herskip í höfn Spænska herskipið Mendez Nunes er í Reykjavíkurhöfn við Skarfabakka ásamt portúgalska herskipinu Alvares Cabral. Bæði skipin eru hér á vegum Atlantshafsbandalagsins og verða við æfingar í Atlantshafi næstu vikurnar. Almenningur getur skoðað skipin um helgina. Fréttablaðið/Ernir Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta almennaleigufelagid.is umhverfismál Íbúar og ábúendur í Dyrhólahverfi krefjast þess að Umhverfisstofnun hætti við fyrir- hugaðar framkvæmdir í fuglafrið- landi eyjunnar. „Við fórum á fund í vikunni með Umhverfisstofnun og settum fram þá kröfu að stöðva strax fyrirhugaða lagningu bíla- stæðis yfir stærsta varpsvæði krí- unnar í eynni,“ segir hún. Hún segir ástandi Dyrhóla- eyjar hafa hrakað mjög með auknu aðgengi og ferðamannafjölda í eynni. Um 4.500 manns heimsæki Dyrhólaey á hverjum degi. „Í dag koma á bilinu 90-150 bílar í eyna á hverri klukkustund. Umhverfis- stofnun vill fjarlægja gamla bíla- stæðið á Lágey og gera nýtt bíla- stæði fyrir 45 bíla í fuglafriðlandinu og þar á líka að vera klósettaðstaða. Fyrirhugað nýtt 45 bíla bílastæði er álíka stórt og núverandi bílastæði sem annar auðvitað ekki þeim fjölda sem kemur nú,“ segir Eva Dögg. Salernisaðstaða í eynni hefur verið lokuð í allt sumar. Því hefur saur og klósettpappír verið að finna víða um eyna. Ábúendur og íbúar segja að friðlandið sem áður var náttúruparadís, standi ekki undir nafni. Þá fara bændur á svæðinu fram á að Umhverfisstofnun bæði stöðvi framkvæmdirnar og leggi fjármagn sem til þeirra var ætlað í rannsóknir á fugla- og plöntulífi, á eðli og hegðun gesta svæðisins og þolmörkum þess. Snorri Baldursson formaður Landverndar, segir kríuna hafa flutt varp sitt á umrætt svæði fyrir tveimur árum. Varpið hafi ekki verið á umræddum stað þegar framkvæmdir voru ákveðnar og Umhverfisstofnun hljóti að taka mið af breyttum aðstæðum. „Aðstæður geta breyst mjög hratt og það þarf að vera möguleiki á að bregðast við þeim,“ segir Snorri en eigendur gerðu ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir tveimur árum. Honum finnst koma til greina að takmarka fjölda gesta í eyna. „Það má fara að huga að því að takmarka umferð í eyna og það þarf að rann- saka hvað eyjan þolir marga ferða- menn á dag. Kannski er rétt að gera tálma. En svo getur fólk líka gengið og þá er hægt að nota almennings- samgöngur,“ segir Snorri. kristjanabjorg@frettabladid.is Vilja ekki bílastæði yfir kríuvarp í Dyrhólaey Leggja á bílastæði yfir stærsta kríuvarpsvæði í Dyrhólaey. Íbúar og ábúendur krefjast þess að fyrirhugaðar framkvæmdir verði stöðvaðar. Allt að 4.500 manns heimsækja eyjuna á dag. Saur og klósettpappír víða að finna um móa og mela. Dyrhólaey er fuglafrið- land sem var friðlýst árið 1978 að frumkvæði og ósk bænda í Dyrhólahverfi. Markmiðið með friðlýsing- unni var að vernda eyna sem einstakt náttúrufyrirbrigði og ekki hvað síst að vernda það fugla- og dýralíf sem í henni var. Ásókn á svæðið er mikil en 90 til 150 bílar keyra í eyna á klukkustund. mynd/Eva viðskipti Bankaráð Landsbank- ans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölu á 31,2 prósenta hlut bankans í Borgun í nóvember 2014 til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar árið 2014. Síðan þá hafa arðgreiðslur til hóps- ins sem keypti hlut Landsbankans í Borgun numið 932 milljónum króna á tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskipt- unum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upp- lýsingar. Helga Björk Eiríksdóttir, for- maður bankaráðs Landsbankans, segir að ekki sé búið að taka frekari ákvarðanir en að höfða dómsmál. Því væri ekki búið að ákveða hverj- um yrði stefnt eða hvenær dóms- málið yrði höfðað. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa Internat- ional nýtti til að kaupa Visa Europe. Landsbankinn segist aldrei hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum vegna valréttarins. – ih Landsbankinn höfðar mál vegna Borgunar landsbankinn segist hafa tapað fé við söluna á borgun þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar. Fréttablaðið/anton brink stjórnmál Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hlaut efsta sætið í sameiginlegu prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suð- vesturkjördæmi. Niðurstöðurnar voru birtar í gær. Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hlaut annað sætið og Ásta Guðrún Helgadóttir þingkona það þriðja. Næstu sæti skipa svo þau Björn Leví Gunnarsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Þórhildur Sunna Ævars- dóttir, Viktor Orri Valgarðsson, Halldóra Mogensen, Andri Þór Sturluson, Sara E. Þórðardóttir Oskarsson og Þór Saari. – aí / fbj Þingmenn efstir í prófkjöri birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata 1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 l A u g A r D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -7 C B 8 1 A 4 0 -7 B 7 C 1 A 4 0 -7 A 4 0 1 A 4 0 -7 9 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.