Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 6

Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 6
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00. - launasjóður hönnuða - launasjóður myndlistarmanna - launasjóður rithöfunda - launasjóður sviðslistafólks - launasjóður tónlistarflytjenda - launasjóður tónskálda Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka: • Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð • Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð • Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópa-umsókn er felld inn í atvinnuleikhópa-umsókn. Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Breytingar frá síðustu úthlutun • Ekki er tekið við umsóknum um ferðastyrki • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið. Ekki er hægt að skila gögnum á skrifstofu Rannís Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is Stjórn listamannalauna, ágúst 2016 kosningar Guðrún Margrét Páls- dóttir hefur ein forsetaframbjóð- enda skilað inn uppgjöri til ríkis- endurskoðunar um forsetaframboð sitt samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Guðrún segir framboð sitt hafa kostað 536 þúsund krónur. Henni hafi verið gefnir bæklingar að verðmæti 150 þúsund króna en afgangurinn hafi verið fjármagn- aður úr eigin vasa. Hinir frambjóðendurnir hafa þó enn tíma til að skila inn uppgjöri eða fram til 25. september en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjör- degi. Ef kostnaður framboðs var undir 400 þúsund krónum dugar að senda yfirlýsingu þess efnis. Sé kostnaðurinn meiri þarf að skila inn uppgjöri um framboðið með upplýsingum um kostnað og fjár- mögnun framboðsins. Upplýsa þarf um alla lögaðila sem styrktu fram- boðið  auk einstaklinga sem styrktu framboðið um meira en 200 þúsund krónur. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildar- kostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna. Sturla Jónsson og Hildur Þórðar- dóttir segja bæði að framboð sitt hafi kostað undir 400 þúsund krón- um. Ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður við framboð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, að sögn Þorgerðar Önnu Arnardóttur, formanns félagsins sem hélt utan um framboð Guðna. „Nei, það  er enn í vinnslu, það eru enn að koma síðustu reikningar," segir Þorgerður. Guðni sagði sjálfur í kosningasjón- varpi RÚV að kostnaður við fram- boðið væri vel á annan tug millj- óna króna. Andri Snær Magnason, segir að á næstu vikum verði farið yfir hver endanlegur kostnaður var við framboðið. „Mitt fólk er rétt að detta úr sumarfríi,“ segir Andri. Þá segist Elísabet Jökulsdóttir ekki hafa tekið saman kostnað við framboð sitt en myndi örugglega skila inn uppgjöri degi áður en fresturinn rynni út. Davíð Oddsson áætlaði í kosningasjónvarpi RÚV að framboð hans kostaði 6-7 millj- ónir þótt sú tala gæti hækkað. Ekki náðist í talsmenn framboðs Davíðs, Höllu Tómasdóttur  eða Ástþórs Magnússonar. ingvar@frettabladid.is Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa tíma til 25. september. Upplýsa þarf um framlög lögaðila og einstaklinga sem styrkja um meira en 200 þúsund krónur. Kastró níræður Á Kúbu er í dag haldið upp á níræðisafmæli Fidels Kastró, sem var þjóðhöfðingi þar í nærri hálfa öld, allt frá byltingunni 1959 þar til hann vegna aldurs og heilsubrests eftirlét bróður sínum völdin árið 2008. Nordicphotos/AFp Viðskipti  Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2016 samanborið við 12,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2015. Fram kemur í tilkynningu að hreinar vaxtatekjur voru 17,6 millj- arðar króna og hækkuðu um níu prósent á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,9 millj- örðum króna og hækkuðu um 14,7 prósent frá sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar hækkuðu um 0,4 milljarða króna á milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 4,4 milljörðum króna samanborið við 7,3 milljarða króna ári fyrr og skýrist lækkunin aðallega af minni hagnaði af hluta- bréfum. Arðsemi eigin fjár á tíma- bilinu var 8,6 prósent á ársgrund- velli samanborið við 10,4 prósent á sama tímabili 2015. Rekstrartekjur á fyrri helmingi ársins námu 28,2 milljörðum króna samanborið við 28,8 milljarða króna á sama tímabili árið 2015. Rekstrarkostnaður hækkaði um 1,6 prósent á milli ára. Launakostnaður hækkaði í takt við kjarasamninga en annar rekstrarkostnaður bank- ans lækkaði um 4,5 prósent á milli tímabila. Heildareignir bankans í lok júní voru um 1.110 milljarðar króna samanborið við 1.173 milljarða króna ári fyrr. Eigið fé bankans var 247,3 milljarðar króna í lok júní. – sg Hagnaður Landsbankans hefur dregist saman rekstrartekjur og hagnaður Landsbankans drógust saman á fyrri helmingi ársins samanborið við árið áður. FréttAbLAðið/dANíeL rúNArssoN Mitt fólk er rétt að detta úr sumarfríi. Andri Snær Magnason, rithöfundur og for- setaframbjóðandi 1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L a U g a r D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -A 4 3 8 1 A 4 0 -A 2 F C 1 A 4 0 -A 1 C 0 1 A 4 0 -A 0 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.