Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 13.08.2016, Qupperneq 12
Viðskipti Komum erlendra rann- sóknarskipa hingað til lands hefur fjölgað mjög, að sögn Jóhanns Bogasonar, framkvæmdastjóra Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen. Fyr- irtækið þjónustar skipin á meðan á dvöl þeirra hér við land stendur. „Undanfarin ár hafa verið að koma í kringum 30 til 40 rannsókn- arskip á ári en þau eru talsvert fleiri nú í ár, eða nálægt sextíu. Í sumar hafa jafnvel verið fimm til sex rann- sóknarskip í höfn í Reykjavík á sama tíma, sem er óvenjulega mikið," segir Jóhann. Jóhann segir skipin koma hingað í margvíslegum tilgangi, en þar spili aukinn áhugi á norðurslóðum stórt hlutverk. Meðal annars séu sum við dýptarmælingar, geri kannanir á eiginleika sjávar, rannsaki land- grunnið og geri bergmálsmælingar á hafsbotninum. Önnur séu einungis á ferð um íslenska hafsvæðið og hafi viðkomu hér á landi til að sækja sér vistir og ýmsa þjónustu. Meðal erlendra rannsóknarskipa sem komið hafa til Íslands í ár eru sögð skipin Neil Armstrong, Ram- ford Sterling og olíurannsóknar- skipið Ocean Victory. Öll erlend rannsóknarskip sem stundi rann- sóknir innan íslenskrar efnahags- lögsögu þurfi heimild íslenskra stjórnvalda. Auk þjónustu við rannsóknar- skip sinnir Gára og TVG-Zimsen þjónustu við erlend skemmtiferða- skip. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera mjög annasamt hjá okkur í sumar og við höfum þurft að sinna metfjölda skipa. En þetta hefst allt með góðum starfsmönnum og skipulagningu,“ segir Jóhann. – óká Heimsóknum erlendra rannsóknarskipa fjölgar hingað til lands Rannsóknarskipið Ramford Sterling er engin smásmíði. Mynd/TVG-ZiMSen Það er óhætt að segja að það sé búið að vera mjög annasamt hjá okkur í sumar og við höfum þurft að sinna metfjölda skipa. Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru Hafnarfjörður Akranes Reykjavík Akureyri Mosfellsbær Árborg Garðabær Kópavogur Fjarðabyggð Fjöldi barna fædd 2015 á leikskólum* 40 0 18 38 0 54 65 192 66 Fjöldi barna fædd 2015 371 92 1517 225 112 104 168 455 69 Hlutfall barna fædd 2015 í leikskóla 10,80% 0% 1,20% 17% 0% 52% 39% 42% 96% Kostnaður foreldra vegna dagforeldri 60.000 kr. engin yfirsýn engin yfirsýn 54.116 kr. 52.608 kr. 52.500 kr. 37.570 kr. engin yfirsýn 34.805 kr. Kostnaður foreldra vegna leikskóla** 32.935 kr. 34.344 kr. 25.280 kr. 35.226 kr. 33.746 kr. 34.441 kr. 37.570 kr. 30.000 kr. 34.805 kr. niðurgreiðsla til dagforeldra 50.000 kr. 40.000 kr. 47.608 kr. 61.684 kr. 52.608 kr. 30.000 kr. 63.668 kr. 57.289 kr. 69.845 kr. *eins og staðan er í dag **Miðað er við átta tíma með morgunmat, síðdegishressingu og hádegismat án afsláttar ✿ staða barna á leikskólum eftir sveitarfélögum skólamál Fjöldi barna fæddra árið 2015 sem komin eru með leikskóla- pláss er mjög mismunandi í níu af tíu stærstu sveitarfélögum landsins. Í Fjarðabyggð er hæsta hlutfall barna á leikskóla, eða 96 prósent. Lægsta hlutfallið er hins vegar í Mosfellsbæ og á Akranesi þar sem engin börn fædd árið 2015 eru komin á leik- skóla. Munur á kostnaði foreldra vegna vistunar á leikskóla eða hjá dagfor- eldri nemur allt að 27 þúsund krón- um á mánuði hjá þeim sveitarfé- lögum sem gáfu upplýsingar um það, en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er munurinn allt að 50 þús- und krónur í Reykjavík. Formaður Velferðarnefndar segir núverandi ríkisstjórn ekki virðast hafa stefnu í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla. Mikilvægt sé að lengja fæðingarorlofið og taka börn fyrr inn á leikskóla. Ef höfuðborgarsvæðið er einungis skoðað má sjá að hæsta hlutfall barna fæddra í fyrra á leikskólum er í Kópavogi, eða 42 prósent, fast á hæla Kópavogs kemur Garðabær með 39 prósent barna á leikskóla. Í Reykjavík eru einungis átján börn fædd árið 2015 á leikskólum, eða 1,2 prósent barna fæddra árið 2015. Kostnaður foreldra við átta tíma vistun á leikskóla í sveitarfélögun- um níu nemur frá 25.280 til 37.570 króna og er mestur í Garðabæ en minnstur í Reykjavík. Kostnaður foreldra við átta tíma vistun hjá dagforeldri er á bilinu 34.805 til 60 þúsund krónur í þeim sveitarfé- lögum þar sem fengust svör. Athygli vekur að í sumum sveitarfélögum hefur sveitarfélagið enga yfirsýn yfir kostnað foreldra hjá dagfor- eldrum. Gjaldskrá dagforeldra er frjáls en sveitarfélagið niðurgreiðir kostnað við hvert barn um vissa krónutölu, óháð því hvað dagfor- eldrið rukkar foreldra um. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sumir foreldrar í höfuðborg- inni greiði allt að 80 þúsund krónur til dagforeldris. Samanborið við 25.280 krónur á leikskóla nemur munurinn um 55 þúsund krónum. Að sögn upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar verða 142 börn í viðbót tekin inn þegar leik- skólar opna á ný eftir sumarleyfi. Þá verða þau samtals 160, sem eru þó einungis 10,5 prósent barna. Einn- ig verða 65 börn fædd árið 2015 tekin inn í leikskóla Hafnarfjarðar á haustmánuðum, og öll börn sem fædd eru í janúar til ágúst 2015 verða tekin inn í leikskóla Garða- bæjar þann 1. september. Í Mos- fellsbæ og á Akranesi þar sem engin börn hafa verið tekin inn er stefnan sú að börn séu tekin inn í leikskóla frá tveggja ára aldri. Stefnt er að því að breyta innritunarreglum í Mos- fellsbæ og vonast er til að hægt verði að taka á móti sextán til átján mánaða börnum á næsta ári. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir það samstarfsverkefni ríkisstjórn- ar og sveitarfélaga að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla- inntöku. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa stefnu í þessu því hún hefur stytt fæðingarorlofið og ekki treyst sér til að lengja það aftur þrátt fyrir bætta stöðu ríkis- sjóðs. Ríkið þarf að lengja fæðing- arorlofið og sveitarfélögin þurfa að taka börnin fyrr inn. Þá kemur spurningin hvort við viljum hafa tólf mánaða fæðingarorlof eða átján mánaða fæðingarorlof.“ Sigríður Ingibjörg óttast áhrif núverandi stöðu á fæðingatíðni. „Fæðingatíðni hefur lækkað und- anfarið, ekki síst vegna þess að það er orðið dýrara að eignast börn. Fæðingarorlofið hefur staðið í stað í þrjú ár. Það er mikilvægt fyrir okkar samfélag að fólk vilji eignast börn og það sé öryggi fyrir fjöl- skyldur varðandi dagvistun fyrir minnstu börnin.“ saeunn@frettabladid.is sveinn@frettabladid.is Bil milli orlofs og leikskóla enn óbrúað Tugum þúsunda getur munað á leikskólagjöldum eða kostnaði við dagforeldragjöld eftir því í hvaða sveitarfélagi foreldrar búa. Mis- jafnt er hvort börn fædd árið 2015 hafa fengið leikskólapláss. Formaður Velferðarnefndar segir að ríkið þurfi að lengja fæðingarorlof. Ríkið þarf að lengja fæðingarorlofið og sveitarfélögin þurfa að taka börnin fyrr inn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for- maður velferðar- nefndar 1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 l a U g a R D a g U R12 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -9 F 4 8 1 A 4 0 -9 E 0 C 1 A 4 0 -9 C D 0 1 A 4 0 -9 B 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.