Fréttablaðið - 13.08.2016, Side 16

Fréttablaðið - 13.08.2016, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Þorbjörg Gunnlaugs Um daginn var mér sagt að það væru mikil með-mæli með sumarfríi að muna ekki lykilorðið í tölvunni á fyrsta vinnudegi eftir fríið. Mér fannst alls ekki erfitt að réttlæta þá hugmyndafræði og hringdi án þess að skammast mín í tölvudeildina sem virtist hafa fengið sambærileg símtöl áður. Það var kannski meiri undrun næsta dag þegar ég hringdi aftur í sömu erindagjörðum. Mér finnst reyndar alveg ágætt þegar haustið fer af stað. Okkur leiðinlega fólkinu finnst huggulegt að vita hvað er fram undan og finnum hamingjuna í rútínu og fyrirsjáanleika. Á haustin er meiri festa og öryggi í sjónvarpsdagskránni og þetta skiptir allt máli. Það sem mælir kannski helst gegn haustinu er að þá taka foreldrar í Reykjavík upp hlutastarf sem leigubílstjórar við að skutla á æfingar og íþróttamót. Haustið er annars nýtt upphaf, með fyrsta skóladegi barnanna og nýjum skólabókum. Fjarlægðin á Facebook Og með haustinu færist líf yfir tölvupóstinn. Ég hugsaði þetta um daginn þegar ég þurfti að leita að uppskrift í tölvupóstinum en fann í leiðinni bréf frá vinkonum, blaðagreinar sem ég átti eftir að lesa og svo loksins brauðuppskriftina sem ég var að leita að. Við könn- umst öll við klisjuna um að við séum að fjarlægjast hvert annað vegna þess að stór hluti samskipta okkar fer fram í gegnum tölvupóst eða spjallforrit. Klisjan stenst ekki skoðun, ekki frekar en klisjan af því hvernig æska okkar var saklausari en barna okkar. Fyrir daga tölvupósts og spjallforrita voru foreldrar góðir með sig ef þeir vissu hvað kennari barna þeirra hét. Í dag fá foreldrar daglegan póst úr skólanum. Munurinn var kannski frekar sá að foreldrar vissu ekkert um líf barna sinna. Við þekkjum líka kvabbið um að fólk dragi upp glansmynd af lífi sínu á Facebook og sýni ekki hvers- dagsleikann. Það stenst ekki heldur skoðun. Við fáum myndir af því hvað vinir okkar borða í kvöldmat og upplýsingar um hvaða bók þeir lesa áður en þeir fara svo að sofa. Við vitum hvað þeir gera í sumarfríinu, fylgjumst með afmælum barna þeirra og bölvum dálítið mæðrunum með bollakökurnar. Við deilum oftar stórum sem smáum tíðindum með vinum okkar vegna samskiptamiðlanna. Karakterinn birtist ekki lengur í því hvort við tölum á innsoginu í símanum, í skriftinni eða í vali á bréfsefni heldu af hvaða tilefni við skrifum. Heiðarlegt mont Og varla var fólk hér áður fyrr raunverulega mikið í því að hringja í vini og senda þeim handskrifuð bréf – eða að faxa sérstaklega – til að láta vita af því ef krakkarnir féllu í dönsku? Eða til að upplýsa um að uppvaskið stæði skítugt í vaskinum? Í dag getum við reyndar átt von á því að lesa um dauða uppþvottavélar á Facebook og í kjölfarið umræður um heppilegan arftaka. Með samskiptamiðlunum fáum við nefnilega heilmikla þjónustu. Núna þurfum við til dæmis ekki að hafa áhyggjur af því að gleyma að óska vinum okkar til hamingju þegar þeir hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Líkurnar á því að þeir gleymi að deila afrekinu með vinum sínum eru engar. Montið er heiðarlegra á netinu. Þegar við loksins hittum vini okkar erum við tengdari vegna þess að við vitum hver var úti að hjóla kvöldið áður, hver fór í fjallgönguna og hver það var sem lá í sófanum að horfa á sjónvarpið. Það er reyndar alltaf ég. Rauðvínslegnir póstar Þegar ég fór í gegnum tölvupóstinn minn um daginn sá ég, sem ég vissi reyndar vel, að ég á góðar vinkonur sem ég hef skrifast á við um stjórnmál og störf, bækur og börn, útvíkkun og mænudeyfingar. Stundum skrifum við sjaldnar, stundum stutt en bestu bréfin eru sennilega þessi löngu og dálítið mjúku eftir eins og eitt rauðvínsglas. Alveg eins og það er örugglega í samræmi við lýðheilsustefnu að gleyma lykilorðinu að tölvupóstinum í sumarfríinu, er bæði hollt og gott að fara í gegnum gömul bréf í innhólfinu og muna hvað vináttan er dýrmæt. Sagan í tölvupóstinum Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Að baki umsókninni lá þings-ályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Sam-fylkingar og Vinstri-grænna. Í tillögunni fólst að þegar aðildarsamningur lægi fyrir skyldi þjóðin staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá upphafi lá fyrir að ekki væri þingmeirihluti fyrir inngöngu í ESB, og líklega heldur ekki meðal þjóðar- innar. Vinstri-grænir fengust einungis til þess að styðja þingsályktunartillöguna vegna hefðbundinna hrossakaupa við gerð stjórnarsáttmála. Sennilega var enginn þingmaður flokksins raunverulegur stuðn- ingsmaður inngöngu í ESB. Aðildarsinna var í raun ekki að finna annars staðar en í Samfylkingunni, með örfáum undantekningum. Þrátt fyrir þetta beitti Samfylkingin sér fyrir því að aðildarferlið hæfist. Af stað var hrundið atburðarás þar sem tíma, fé og og vinnu rándýrra sérfræðinga var eytt í að fínpússa samninga sem aldrei var raunhæft að yrðu að veruleika. Heilt ráðuneyti var skipulagt til að einblína á aðildarferlið í fyrirsjáanlegri framtíð. Samt var ESB-ferðin alltaf án fyrirheits og umsóknin að endingu dregin til baka. Nú situr utanríkisráðu- neytið uppi með hóp sérfræðinga í Evrópumálum, sem eru verkefnalausir. Góð regla í samningum er að útiloka aldrei neina möguleika ótilneyddur. Samningsstaðan er auðvitað betri ef viðsemjandanum hefur ekki tekist að króa þig af úti í horni. Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að Evr- ópudyrunum hefur verið skellt á Íslendinga – í bili. Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefur verið slegin út af borðinu sem raunhæfur kostur í þjóð- félagsumræðunni. Sá sem mest vildi, klúðraði. Af hverju ætti Evrópusambandið annars að taka upp þráðinn að nýju eftir það sem á undan er gengið? Af hverju ætti þjóðin að veðja á annað svona leikrit? Umræðan um verðtrygginguna sem nú á sér stað er birtingarmynd þessarar stöðu. Flestir, nema þeir sem neita að sjá og skilja, átta sig á því að verðtrygging og króna eru tvær hliðar á sama peningnum. Það er erfitt með sannfærandi rökstuðningi að vera hvort tveggja í senn stuðningsmaður krónunnar og andstæðingur verðtryggingarinnar. Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn, Samfylkingin, á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika. Flokkurinn klúðraði draumsýn margra okkar og skaðaði hagsmuni lands og þjóðar. Því skyldi engan undra að Samfylkingin eigi nú erfitt uppdráttar og reyni að samsama sig Pírötum af því að þeir eiga upp á pallborðið þessa stundina. Fall flokksins, sem fyrir stuttu taldi sig annan turnanna í íslenskum stjórnmálum er hátt. Sennilega væri flokksmönnum hollast að líta í eigin barm eftir söku- dólgum. ESB-klúður Góð regla í samningum er að útiloka aldrei neina möguleika ótilneyddur. 1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R16 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð SKOÐUN 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -7 7 C 8 1 A 4 0 -7 6 8 C 1 A 4 0 -7 5 5 0 1 A 4 0 -7 4 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.