Fréttablaðið - 13.08.2016, Side 38

Fréttablaðið - 13.08.2016, Side 38
Útgefandi | 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 Ábyrgðarmaður Svanur Valgeirsson Veffang visir.is umSjónarmaður auglýSinga Atli Bergmann| atli.bergmann@365.is | s. 512-5457 UmsjónarmaðUr efnis ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@365.is Nýr og spennandi asískur veitingastaður með hollustu og ferskleika í fyrirrúmi Komdu og smakkaðu Wok on // Borgartúni 29 // Sími 561-6666 „Eftir öll þessi félagaskipti er þetta núna minn hópur. Það eru sennilega engir leikmenn í hópn- um sem ég vil ekki hafa. Það voru engir leikmenn keyptir sem ég vildi ekki fá og ég hef ekki selt neina leikmenn sem ég vildi ekki selja,“ sagði Jürgen Klopp, knatt- spyrnustjóri Liverpool, í viðtali fyrr í sumar. Þjóðverjinn hefur sitt fyrsta heila tímabil við stjórnvölinn hjá Liverpool á morgun þegar liðið sækir Arsenal heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október á síð- asta ári. Gengið var upp og niður. Liverpool gekk ekkert sérstaklega vel í úrvalsdeildinni og endaði í 8. sæti hennar en liðið komst hins vegar bæði í úrslit deildabikars- ins og Evrópudeildarinnar. Eigendur Liverpool voru hrifn- ir af því sem þeir sáu og gerðu nýjan sex ára samning við Klopp í sumar, sem er til marks um trúna á honum og aðferðum hans. Klopp hefur nú fengið heilt undir búningstímabil og ráð- ist í breytingar á leikmannahópi Liverpool. Þetta er núna „hans“ lið og Klopp segist ekki hafa nein- ar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri. „Ég er óhræddur við að gera breytingar, það er hluti af starfinu. Ég er ánægður með liðið núna,“ sagði Klopp. „Eins og staðan er núna ættum við ekki að leita að af- sökunum og segja hluti eins og að ég þurfi ár í viðbót.“ Álagið verður minna á þessu tímabili þar sem Liverpool náði ekki Evrópusæti. Þrátt fyrir að taka við í október stýrði Klopp Liverpool í 52 leikjum á síðasta tímabili og leikjaálagið tók sinn toll. Klopp fær því enn meiri tíma á æfingasvæðinu til að innleiða hug- myndir sínar og setja mark sitt á liðið. Liverpool spilaði nokkra frá- bæra leiki á síðasta tímabili þar sem liðið pressaði stíft og sótti hratt að hætti Klopps. En slakur varnarleikur var liðinu oft fjötur um fót og hann er stærsta spurn- ingarmerkið fyrir þetta tímabil. Nýi markvörðurinn, Loris Kar- ius, handarbrotnaði á dögunum og missir af byrjun tímabilsins, varnar maðurinn Mamadou Sakho var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum og vandamálið með stöðu vinstri bak- varðar er enn óleyst. Kamerúnski miðvörðurinn Joël Matip er þó góð viðbót við leikmannahóp Liverpool og ætti að styrkja vörnina. Liverpool mætir sterkara til leiks en á síðasta tímabili og það eru jákvæð teikn á lofti. En það er óvíst hversu langt það fleytir lið- inu. Barátta um Meistaradeildar- sæti verður væntanlega hlutskipti Liverpool í vetur. enSki boltinn kynningarblað 13. ágúst 20162 Arsenal endaði í 2. sæti á síð- asta tímabili en liðið hafði ekki endað ofar í ensku úrvalsdeild- inni frá 2005. Skytturnar voru samt heilum 10 stigum á eftir Leicester og skutust upp í 2. sætið í lokaumferðinni eftir skelfilegan endasprett erki- óvinanna í Tottenham. Arsenal hefur ekki unnið Englandsmeistaratitilinn síðan 2004 og biðin eftir þeim næsta hefur tekið á stuðningsmenn Arsenal sem eru margir hverjir orðnir langþreyttir á ástandinu. Það er margt verra en að vera alltaf í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinn- ar, fastagestir í Meistaradeild Evrópu og spila yfirleitt góðan fótbolta. En stuðningsmenn Ars enal vilja meira og spjótin hafa beinst að Arsene Wenger, sem hefur verið við stjórnvöl- inn hjá félaginu frá 1996. Granit Xhaka er eini leikmað- urinn sem hefur bæst við leik- mannahóp Arsenal í sumar en það er hætt við að það sé ekki nóg. Wenger er í vandræðum vegna meiðsla miðvarða liðsins og þá hefur honum ekki tekist að landa framherja. Á meðan hafa helstu mótherjarnir verið duglegir á félagaskiptamarkað- inum og eru sterkari en á síð- asta tímabili. Það er mikið af góðum fót- boltamönnum í Arsenal og nokkrir þeirra (Xhaka, Aaron Ramsey og Mesut Özil) spil- uðu vel á EM. Það vantar ekki mikið upp á til að Arsenal geti barist af alvöru um þann stóra en það er spurning hvort tregða Weng ers og félagsins til að eyða háum fjárhæðum sé að halda aftur af Skyttunum. LeiðinLegur stöðugLeiki jürgen klopp messar yfir sínum mönnum á æfingasvæðinu. Hann fær meiri tíma þar en síðasta vetur. engar afsakanir teknar gildar jürgen klopp siglir nú inn í sitt fyrsta heila tímabil sem knattspyrnustjóri Liverpool. Þjóðverjinn hefur fengið heilt undirbúningstímabil og gert breytingar á leikmannahópnum. Þetta er núna „hans“ lið og Klopp segir að nú dugi engar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri í vetur. 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -F 3 3 8 1 A 4 0 -F 1 F C 1 A 4 0 -F 0 C 0 1 A 4 0 -E F 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.