Fréttablaðið - 13.08.2016, Qupperneq 44
Myndbandsverk Kristjönu var
frumsýnt á framhlið Hótel Bel-
mond Copacabana í Ríó í Brasilíu
31. júlí en í því er flögrandi fiðr-
ildum í fánalitum þátttökuland-
anna á Ólympíuleikunum varpað
á húsið. Síðan hefur verkið verið
sýnt á hverjum degi klukkan sjö að
staðartíma í tíu mínútur í senn og
flögra þá fiðrildi í fánalitum þeirra
landa sem hafa náð á verðlaunapall
þann dag um hótelið. Fánafiðrildin
eru táknræn fyrir allar þær þjóðir
sem koma saman á leikunum og er
ætlað að fagna fjölbreytileikanum.
Mikill fjöldi fólks var viðstadd-
ur frumsýninguna en síðan hefur
fólk safnast saman á ströndinni
fyrir framan hótelið til að virða
fyrir sér verk dagsins. Þá hafa
yfir tvær milljónir manna skoðað
myndband af verkinu sem Krist-
jana deildi á Facebook-síðu sinni í
upphafi mánaðar.
Belmond Copacabana hótelið í
Ríó er hluti af Belmond-hótelkeðj-
unni sem rekur lúxushótel um allan
heim. Hótelið er þekkt kennileiti í
Ríó og ein mest myndaða bygging
borgarinnar. Gluggaverkin á bak-
hlið hótelsins sýna hinar ýmsu
stórborgir víðsvegar um heim sem
hafa haldið Ólympíuleikana hingað
til með augum Kristjönu. Má þar
nefna London, Aþenu, Ríó og Tókýó,
þar sem leikarnir verða haldnir
2020. Innandyra hanga svo verk
eftir hana í móttökunni og víðar.
Kristjana er fædd og uppalin
á Íslandi. Hún nam teikningu og
grafíska hönnun í Central St. Mart-
ins í London og gegndi í kjölfarið
starfi listræns stjórnanda Beyond
the Valley í átta ár, en það er vett-
vangur fyrir unga og upprennandi
hönnuði í Bretlandi til að koma sér
á framfæri. Í dag rekur hún eigið
stúdíó í London og selur myndir,
ýmiss konar textíl og myndskreytt
húsgögn auk þess sem von er á fata-
línu í haust.
Verk Kristjönu hafa víða vakið
athygli og hefur hún þegar unnið
til fjölda verðlauna. Má þar nefna
D&AD, Clio og Grand Prix verð-
launin.
Sumar af vörum Kristjönu fást í
Kraumi. Sjá nánar á www.krist
janaswilliams.com
Fólk er kynningarblað sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umSjónarmenn efniS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367
Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
Íslensk list prýðir hótel Í rÍó
Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum.
Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra.
gluggarnir á bakhlið hótelsins eru prýddir verkum eftir Kristjönu. Þau sýna hinar ýmsu
stórborgir sem hafa haldið ólympíuleikana hingað til með hennar augum.
Stórt verk eftir Kristjönu prýðir móttöku hótelsins.
fiðrildi eftir Kristjönu í fánalitum þátttökulandanna á ólympíuleikunum flögra um framhlið hótelsins í tíu mínútur á dag.
Vera
einarsdóttir
vera@365.is
Kristjana er
fædd og
uppalin á
Íslandi. Hún
hefur starfað í
london um árabil.
1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R2 F ó L k ∙ k y n n i n g A R b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n g A R b L A ð ∙ h e L g i n
1
3
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
4
0
-E
E
4
8
1
A
4
0
-E
D
0
C
1
A
4
0
-E
B
D
0
1
A
4
0
-E
A
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K