Fréttablaðið - 13.08.2016, Side 48
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel
Guðmundsson frá Grindavík var
lykilmaður í U20 landsliði karla í
körfubolta sem vann til silfurverð-
launa í B-deild Evrópumótsins í
lok júlí. Jón Axel, sem þykir einn
efnilegasti íþróttamaður landsins,
tekur ekki langt sumarfrí því hann
heldur á næstu dögum til Banda-
ríkjanna þar sem hann mun leika
körfubolta og stunda nám við Da-
vidson-háskólann í Norður-Karól-
ínu. Þar fetar hann í fótspor ekki
ómerkilegri leikmanns en Steph-
ens Curry, leikmanns Golden State
Warriors í NBA-deildinni, sem er
af mörgum talinn besti körfubolta-
maður heims.
Það verða mikil viðbrigði fyrir
Jón Axel að flytja úr foreldrahús-
um og setjast á skólabekk í Banda-
ríkjunum. Kröfurnar eru miklar
en hann er hvergi banginn. „Ég set
alltaf miklar kröfur á sjálfan mig
og oft meiri en flestir halda að ég
geti staðið undir. En ég veit að því
meiri sem kröfurnar eru, því meira
þarf ég að leggja á mig. Og þegar
maður leggur mikið á sig þá ger-
ast góðir hlutir. Þetta snýst þó ekki
bara um stanslausar æfingar held-
ur líka um svefn og hvað maður
setur ofan í sig.“
Ógleymanleg minning
Jón Axel var einungis fjögurra
ára gamall þegar hann hóf að æfa
körfubolta og hefur hann unnið
fjölmarga titla með Grindavík. Að
sama skapi hefur ferillinn nú þegar
skilið eftir sig margar góðar minn-
ingar, innan vallar sem utan, og
mörgum góðum vinum hefur hann
kynnst á leiðinni. „Ég verð þó að
segja að besta körfuboltaminning-
in mín er þegar við spiluðum við
heimamenn í Grikklandi í undan-
úrslitum Evrópumótsins í júlí. Þar
voru 2.000 manns samankomn-
ir í höll sem rúmar 1.500 manns.
Lætin, innlifunin, gæsahúðin og
þögnin sem myndaðist þegar við
unnum upp forskot Grikkja var
ógleymanleg. Það eina sem heyrð-
ist þá í höllinni voru hrópin í 20
stuðningsmönnum Íslands.“
Það er mikil körfuboltahefð í
Grikklandi en fyrir leikinn vissi
enginn hverjir leikmenn íslenska
liðsins voru. „Eftir sigurinn voru
augu allra á okkur og það var stöð-
ugt verið að biðja um myndir af
okkur. Þetta var geggjuð upplif-
un og eitthvað sem maður gleym-
ir aldrei.“
Hittir sjálfan kÓnginn
Davidson-háskólinn hefur nokkr-
um sinnum komist í úrslitakeppn-
ina í háskólaboltanum á síðustu
árum og því er búist við miklu af
leikmönnum liðsins. „Þjálfarar og
liðsmenn gera miklar kröfur og
krefjast í raun 110 prósenta árang-
Geitfjársetrið á Háafelli býður til
Geitagleði á morgun, sunnudag,
milli 13 og 18.
Á Háafelli í Hvítársíðu í Borgar-
byggð hafa verið geitur frá árinu
1989 og er þar nú stærsta geitabú
landsins. Bændur á Háafelli hafa
unnið markvisst að því að afla sér
fróðleiks um geitur, unnið að rækt-
un þeirra og nýtingu afurða. Gest-
ir eru velkomnir á Geitfjársetur
til að fræðast um geitfjárrækt og
leika við geiturnar. Á Háafelli er
líka lítil verslun með geitaafurð-
um og öðrum geitatengdum vörum
en vert er að benda á að geitaaf-
urðirnar eru flestar árstíðabundn-
ar og því ekki alltaf til. Yfirleitt
er tekið smávægilegt gjald fyrir
heimsóknina sem rennur til varð-
veislu íslenska geitastofnsins sem
hefur átt verulega undir högg að
sækja undanfarna áratugi.
Á Geitagleðinni verða kátir kið-
lingar á hoppi til að heilsa gestum
og gangandi og kostar ekkert að
klappa þeim og leika við þá. Þá
verður boðið upp á kaffi og seld-
ar pylsur auk þess sem geitaafurð-
ir verða kynntar en meðal þeirra
má nefna geitaost, geitaís, geita-
pylsur og kiðakæfu sem bókstaf-
lega bráðna í munni og þá má held-
ur ekki gleyma græðandi kremi
og sápum sem henta jafnvel við-
kvæmustu húð. Þá er einnig í boði
að taka geit í fóstur og þykir það
einkar skemmtileg gjöf, til dæmis
handa þeim sem á „allt“.
Svavar Knútur mætir með gít-
arinn og tekur nokkur undurfal-
leg lög gestum til yndisauka og
Skrítla, sem er hluti af hinu vin-
sæla vinkonutvíeyki Skoppa og
Skrítla, leikur við börn og kiðlinga
á milli 13 og 15.
Glaðbeittar Geitur oG kátir kiðlinGar
Geitur eru forvitnar, kátar og einstaklega skemmtilegar.
Kiðlingarnir búa sig undir að taka á
móti gestum.
Körfuboltinn skipar stóran sess í fjölskyldu Jóns Axels. Foreldrar drengjanna,
Stefanía og Guðmundur, léku m.a. bæði með landsliðum Íslands í körfubolta.
Fagnaðarlætin voru gríðarleg eftir frækinn sigur á Grikkjum á EM í júlí.
setur markið
mjög Hátt
Einn efnilegasti íþróttamaður landsins, Jón
Axel Guðmundsson, er á leið til Banda ríkjanna
þar sem hann mun stunda nám og leika
körfubolta við Davidson-háskólann. Stefnan er
sett á NBA deildina eða bestu deildir Evrópu.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
„Ég set alltaf miklar kröfur á sjálfan mig og oft meiri en flestir halda að ég geti
staðið undir,” segir körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson. Mynd/hAnnA
urs allan tímann. Liðið spilar líka
hraðan bolta í evrópskum stíl sem
mér finnst mjög gott. Ég fór í heim-
sókn þangað þegar ég var að velja
á milli skóla og fannst um leið og
ég kom þangað að ég væri einn af
þeim.“
Fyrrnefndur Stephen Curry hóf
nám við Davidson fyrir tíu árum og
andi hans svífur enn yfir göngum
íþróttahússins. Jón Axel kippir sér
þó lítið upp við það. „Auðvitað er
það gaman en það hefði engu breytt
hefði hann ekki verið þarna áður.
En við fáum að hitta hann og hann
kíkir á nokkra leiki með okkur
sem er náttúrlega alveg geggjaður
plús. Svo er líka mikið horft á bak-
verðina í skólanum, stöðuna sem
ég spila, því þjálfarinn er þekktur
fyrir að búa til góða bakverði.“
stuðningur frá fjölskyldu
Íþróttir skipa stóran sess í fjöl-
skyldu Jóns Axels. Hann á tvo
yngri bræður sem báðir æfa körfu-
bolta og foreldrar hans, Stefanía
Jónsdóttir og Guðmundur Braga-
son, voru margfaldir landsliðsmenn
í körfubolta og léku lengstum með
Grindavík og Haukum. „Foreldr-
ar mínir hafa haft gríðarlega góð
áhrif á mig. Þau fylgja mér á leiki
og styðja mig í öllu sem ég geri sem
mér finnst mjög mikilvægt. Ég held
að þau hafi nánast aldrei misst af
móti eða leik á ferli mínum.“
Stuðningur foreldra hans skiptir
því miklu máli, ekki síst með þann
bakgrunn sem þau hafa. „Þau hafa
leiðbeint mér mikið gegnum árin.
Stundum nenni ég ekki endilega
að hlusta en þau hafa klárlega gert
mig að betri leikmanni. Það skipt-
ir engu hvort liðið mitt vinnur eða
tapar, ég veit að ég get alltaf komið
heim þar sem einhver er tilbúinn að
gíra mig upp úr fýlupakkanum. En
um leið líka að segja mér hvað ég
hefði getað gert betur og í hverju ég
stóð mig vel svo maður geti þrosk-
ast sem leikmaður.“
mjög afslappaður
Þótt lífið snúist um körfuboltann
er líka til líf utan hans. Í frítíma
sínum finnst honum gaman að eyða
tíma með vinunum, en hann til-
heyrir stórum vinahópi sem hefur
þekkst lengi. „Í sumar var settur
upp strandblakvöllur í Grindavík
og höfum við félagarnir nýtt hann
mikið. Mér finnst líka mjög gott að
slaka á og mundu flestir sem þekkja
mig lýsa mér sem mjög afslöppuð-
um einstaklingi. Uppáhaldsstað-
urinn minn fyrir utan íþróttahús-
ið er klárlega uppi í sófa með Pla-
ystation-tölvuna. Ég eyði auðvitað
miklum tíma með kærustunni, Guð-
laugu Björtu. Fyrir utan körfubolt-
ann finnst mér gaman að ferðast og
fylgjast með öðrum íþróttum. Einn-
ig finnst mér mjög gaman að spila
í góðum félagsskap en það er mikil
spilahefð í fjölskyldu minni.“
stefnir á nBa deildina
Íslenskt íþróttafólk hefur náð eft-
irtektarverðum árangri undanfar-
in ár og silfursæti U20-liðsins ein-
ungis það nýjasta í röðinni. „Það er
stórkostlegt fyrir litla Ísland hvað
við eigum margt afreksfólk í mörg-
um íþróttum sem hefur náð góðum
árangri. . Þetta sýnir bara hvað
þjálfunin hérna heima er búin að
taka miklum framförum undan-
farin ár og að öll vinnan sem svo
margir hafa lagt í íþróttastarfið er
loksins að skila sér.“
Hann setur markið hátt og stefn-
ir í bandarísku NBA-deildina eða að
leika í einhverjum af bestu deildum
Evrópu þegar háskólanum lýkur.
„Við Guðlaug Björt ætluðum alltaf
að fara í sama skóla í Bandaríkjun-
um en hún æfir líka körfubolta. Það
gekk ekki upp þannig að við munum
vera hvort í sínum skólanum, ég í
Davidson í Norður Karolínu en hún
í Florida Institute of Technology í
Flórída. Eftir háskólanámið langar
mig að ferðastum og skoða heiminn
með Guðlaugu Björtu og einn dag-
inn stofna fjölskyldu.“
1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R6 F ó L k ∙ k y n n i n g A R b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n g A R b L A ð ∙ h e L g i n
1
3
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
4
0
-C
6
C
8
1
A
4
0
-C
5
8
C
1
A
4
0
-C
4
5
0
1
A
4
0
-C
3
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K